Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 38

Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 38
36 DVÖt ig „flóSi og fjöru“ við hinn af- skekkta fjallasjó.(* Að fengnum þessum vísdómi, stigum við upp i bílana og ókum á flugferð suður með vatninu vestanverðu. — Sums staðar lá veg- urinn meðfram klettadröngum, og var landslag þar fremur tilbreyt- ingaríkt og einkennilegt, en bíl- arnir þutu áfram, svo ekki gafst tóm til að athuga umhverið ná- kvæmlega. — Nokkru fyrir sunnan Kleifarvatnið, var hinn ágæti bíl- vegur á enda. Þaðan urðum við að ganga áleiðis til Krísuvíkur. III. „Kona nefndist *Krís í Krísuvík, Herdís önnur hét í Herdísarvík". Þessi þjóðsaga, er Jón Magnús- son kveður um, flýgur mér í hug er ég horfi yfir hina þögulu eyði- sveit. Mikill var ofsi þessara flagð- kvenna er þær hittust á gamals aldri, svo sem í kvæðinu segir: „Hrösul-fúinn fót fjandakraftur dró. Norður undir Eldborg yrpum saman sló. Komu flas í flas flögð af hatri bleik. *)Nokkuð munu skoðanir fræðimanna vera skiptar um Kleifarvatn. (Samanber grein Pálma Hannessonar í Náttúrufræð- ingnum 3—4 hefti 1941). *)Krýs í þjóðsögunni. Öfundin og illskan þar áttu grimman leik. Brann úr glyrnum glóð. Gnustu orðastál. Lœsti haf og hauður heitinganna ðál. Brennt var beitiland, byrðing sökkt í kaf, starenginu stóra steypt í kolblátt haf. Fuglinn flýði bjarg. Fiskur hvarf úr sjó. Silungur varð að síli. Sviðnaði jörð og dó. — Féll á báðar feigð. Fjaraði illan mátt. Beggja svipir svartir sukku í hraunið grátt“. Ekki er mér að fullu ljóst, hve- nær þessi ósköp áttu sér stað, en líklegast hefur það verið einhvern tímann i fyrndinni, þegar konur voru aðsópsmeiri en nú gerist. Hins vegar verður mér það ríkt í hug, að setja þetta í samband við núverandi ástand Krísuvíkur. Þarna er nú heil sveit í eyði og tómi. Bæirnir standa mann- lausir og hálfir í rústum, allir nema Krísuvíkurkirkja. Hún ein fær ennþá staðizt tímans tönn. í þessari gömlu kirkju dvelur nú einmanna gamalmenni, sí(ðasti bóndinn í hinni auðu sveit. Þar hefur hann lengi þjónað guði og góðum málstað, tryggur og heill í huga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.