Dvöl - 01.01.1946, Síða 26

Dvöl - 01.01.1946, Síða 26
24 DVÖL Kossinn Eftir Hjalmar Söderberg Einu sinni var ung stúlka og ungur maður. Þau sátu bæði á steini, sem var á ofurlitlum tanga, er teygði sig út í vatnið, og bárurnar gjálpuðu við fætur þeirra. Þau sátu þögul, sokkin í hugsanir sínar, og horfðu á sólsetrið. Hann hugsaði með sér, að það mundi vera gott að kyssa hana. Þeg- ar hann horfði á munninn á henni, fannst honum sem hann væri ein- mitt skapaður til þess. Hann hafði að vísu séð laglegri stúlkur en 'nana, og reyndar var hann nú skotinn í annarri, en líklega mundi hann aidrei fá að kyssa hana, því að hún var bara draumadís og stjarna, og stjörn- unum nær maður aldrei. Hún hugsaði sem svo, að hún vildi gjarna að hann kyssti hana, til þess að hún fengi tækifæri til þess að verða reið við hann og sýna hon- um, hve innilega hún fyrirliti hann. Hún ætlaði að rísa snúðugt á fæt- ur, sveipa að sér pilsinu og líta á hann sæköldu augnaráði og ganga hnarreist burt. En til þess, að hann skyldi ekki gruna um hvað hún var að hugsa sagði hún lágt og rólega: — Heldur þú að til sé annað líf eftir þetta? Hann hugsaði með sjálfum sér, að líklega mundi hann fremur fa að kyssa hana, ef hann segði já. En hann mundi ekki gerla hvað hann hafði áður sagt um þetta efni undir öðrum kringumstæðum, og vildi ekki lenda í mótsögn við sjálfan sig. — Stundum trúi ég því statt og stöðugt. Þetta svar féll henni einkar vel í geð, og hún hugsaði með sér: Mér finnst nú annars hárið á honum fallegt og ennið líka. Það er bara verst hvað nefið á honum er ljótt, og svo hefur hann enga stöðu — er aðeins stúdent, sem les við háskól-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.