Valsblaðið - 01.05.2000, Side 9

Valsblaðið - 01.05.2000, Side 9
þurfa til að komast í liðið. Einnig mætti hreinlega skoða það að fækka liðunum aftur í 10 og ástæða þess að ég er fylgj- andi því er sú að 8 lið fara í úrslita- keppnina, tvö lið falla en svo eru bara tvö lið búin um miðjan mars. Ég fékk að kynnast því í fyrra að sitja eftir og það er alveg rosalega langt frí sem lið, sem sitja eftir, lenda í.“ Finnst þér áhuginn á deildinni hafa minnkað? „Ef ég er alveg hreinskilinn þá finnst mér áhuginn hafa dvínað frá því ég fór út í atvinnumennsku á sínum tíma og eru ástæðumar eflaust margþættar. Landslið- ið er t.d miklu minna í sviðsljósinu en áður, það er ekki nægilega mikið um að vera og deildin og handboltinn almennt hefur ekki verið nógu duglegur að koma sér í fjölmiðla. Það vantar fleiri fyrir- myndir í boltann sem krakkamir geta lit- ið upp til. Fjárhagsstaða HSÍ og félag- anna hefur einnig haft sín áhrif en hún hefur verið mjög slök að undanfömu og lítið hægt að gera.“ En hér á Hlíðarenda? „Já, ég finn fyrir því að áhuginn hér hef- ur minnkað heilmikið. Gott dæmi er leikurinn við Hauka sl. vor sem við þurftum að vinna til að komast í úrslita- keppnina. Haukar voru þá á góðri sigl- ingu sem endaði með því að þeir urðu meistarar. Þeir koma hérna í húsið og stuðningsmenn þeirra yfirgnæfðu okkar og voru margfalt fleiri. Þessi leikur tap- aðist og ég er alls ekki að kenna áhorf- endum um hvemig fór en það sýnir kannski best andleysið sem mér finnst þetta félag vera í þessa stundina. Ég held að við séum einfaldlega að súpa seyðið af því að undanfarin ár hefur innra starf- ið ekki verið nægilega gott og ekki nógu vel staðið að uppbyggingunni. Þess vegna horfum við fram á það í dag að engin deild er að skara framúr.“ ATVINNUMENNSKAN Geir var 24 ára gamall þegar hann gerð- ist atvinnumaður í handbolta og á þeim tíma voru ekki margir leikmenn sem reyndu fyrir sér erlendis. Nú virðast strákamir eiga auðveldara með að kom- ast að erlendis og hafa verið að fara héð- an jafnvel áður en þeir verða lykilmenn í sínum liðum. Er þetta þróun sem við viljum sjá? „Nei alls ekki. Fyrir félögin héma heima er þetta mjög slæmt og það gerð- ist einmitt hérna fyrir u.þ.b. tveimur árum að margir strákar fóru út. Ég held að það sé engum til góða að fara of snemma út og persónulega mundi ég vilja setja einhvers konar reglur um að leikmenn gætu ekki farið í atvinnu- mennsku of ungir. í fyrsta lagi eiga þeir erfitt uppdráttar og svo eru þeir bara oft á tíðum ekki nógu þroskaðir til að fara af stað út í heim. Auðvitað em til undatekn- ingar á þessu eins og með Ola Stefáns. og Dag Sig. en þeir fóru út 22 ára gamlir. En þeir voru þegar farnir að spila stórt hlutverk hjá Val og komnir í landsliðið sem lykilleikmenn. Ég vil sjá strákana þroskast vel héma í deildinni og skapa sér nafn áður en haldið er út í atvinnu- mennskuna." Hvaða deildir eru spennandi fyrir handboltamenn að komast að í? „Þýskaland, Spánn og Frakkland eru með sterkustu deildimar.“ En nú var Dagur Sigurðsson að ganga til liðs við japanskt félag. Hvernig er styrkleikinn þar? „Það er bara allt öðruvísi. Ég held að Dagur æfi mjög vel og geti einbeitt sér að boltanum en vandamálið er hins veg- ar að hann spilar mjög fáa leiki. A móti kemur að hugsanlega er hann hungraðari og það verður gaman að sjá hvemig hann kemur út næst þegar landsliðið kemur saman. Þá fyrst sér maður hvort hann sé að bæta sig sem leikmaður eða ekki.“ Nú hefur árangur landsliðsins verið slakur undanfarin ár, eru strákarnir nógu sterkir til að keppa við þá bestu í heiminum? „Segja má að ég hafi upplifað þrjú lands- lið. Fyrst skal nefna árin þegar ég var með mönnum eins og Kristjáni Ara, Al- freð, Sigga Sveins og félögum, svo miðkaflann frá 1992 til 1995 og svo landsliðið sem varð til eftir HM '95. Af þessum þremur liðum tel ég það fyrsta hafa verið það sterkasta þótt það hafi í raun ekki náð besta árangrinum sem náðst hefur á stórmótum. Þar voru gífur- lega miklir karakterar um borð og tel ég það vera lykil að árangri. Þó að árangur liðsins í síðustu keppni hafi ekki verið viðunandi þá tel ég okkur vera með hóp af góðum einstaklingum og svo er bara að sjá hvemig Tobba (Þorbimi Jenssyni) tekst að berja þetta saman fyrir HM í Frakklandi. Við getum náð langt og þar sem spilað verður með útsláttarfyrir- komulagi frá og með 16-liða úrslitum getur allt gerst. Ég hef alltaf trú á íslenskum handbolta og maður veit aldrei hvenær hlutimir smella og allt fer að ganga upp.“ „Oft á tíðwn finnst mér við ekki ná alveg nógu vel saman sem ein liðsheild," segir Geir. Valsblaðið 2000 9

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.