Valsblaðið - 01.05.2000, Qupperneq 16

Valsblaðið - 01.05.2000, Qupperneq 16
Ungir Valsarar Víkingur Arnórsson 10. flokki í körfubolta Víkingur Arnórsson er sannur Valsmaður og ekki sá eini í fjölskyldunni sem hefur æft að Hlíðarenda. Systir hans Hrafn- hildur, sem er nýkomin með bílpróf, lék fótbolta með Val og Manela, sem er ekki nema 7 ára, æfir líka með Val. „Þetta er svo sem ekkert skrýtið því allir í pabba- fjölskyldu voru í fótbolta," segir Víking- ur Valsmaður. Víkingur bjó í 7 ár í Bandaríkjunum þegar faðir hans, Amór Víkingsson, var í framhaldsnámi í læknisfræði. Hann kom heim 10 ára gamall og byrjaði í fótbolta hjá Val en sneri sér allsnarlega að körf- unni. „Eg æfði fólbolta í Bandaríkjunum og var langbestur ásamt syni þjálfarans. Þegar ég kom heim var ég langlélegastur og þess vegna sneri ég mér alfarið að körfunni. I Bandaríkjunum er fótbolti notaður til að hafa ofan af fyrir stórum hópi krakka því 20 krakkar geta verið að elta einn bolta tímunum saman. Ég varð reyndar mjög hrifinn af ameríska fótbolt- anum og hafnarbolta og hefði örugglega stundað þær íþróttir hér ef það hefði ver- ið hægt.“ Víkingur, sem varð 15 ára þann 19. mars, stundar nám í Háteigsskóla. „Þeg- ar ég og vinur minn byrjuðum í körfunni hjá Val vorum við einu leikmenn 7. flokks. Þess vegna lékum við með 8. flokki. Ég var því aldrei í minniboltanum hjá Val.“ Víkingur segir að hann sé „drippler" og vill meina að liðið (10. flokkur) hafi bætt sig töluvert á þessu ári. „Sumir í liðinu er frekar smeykir við að keppa á móti öðrum Iiðum og eru bara yfirleitt góðir á æfingum. Þá vantar nokkra stráka töluvert sjálfstraust. Þetta er þó allt að koma núna því við erum búnir að vinna 14 leiki af 17 það sem af er keppn- istímabilinu. Og 2 tapleikjanna voru gegn eldri strákum." Hvað er eftirminnilegast frá ferlinum þótt hann spanni reyndar ekki mörg ár? „Líklega ferðin til Svíþjóðar síðastliðið sumar þegar við urðum B-meistarar í 9. flokki. Það var draumur í dós og sú ferð mjög skemmtileg í alla staði.“ Hvert stefnirðu í íþróttum? „Eins langt og ég kemst. Þó efast ég um að ég komist í NBA deildina. Ætli maður verði ekki að vera raunsær. Annars er mikilvægast í boltanum að gefast aldrei upp og hafa trú á því að maður geti unn- ið leiki. Svo þarf maður að vera dugleg- ur að hvetja félagana til dáða. Að gera sitt besta skiptir öllu máli.“ Hver er þín áhugamál ef boltinn er í boltapokanum? „Tónlist. Ég er mjög hrifinn af rapptón- list, svona svertingjatónlist eins og R&B spila. Svo fíla ég allar íþróttir, sérstak- lega hafnarbolta og amerískan fótbolta. En Jordan er náttúrlega fyrirmyndin." Víkingur Arnórsson œtlar að verða biss- nessmaður, ekki lœknir. Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn stærri? „Allavega ekki læknir eins og pabbi. Mér finnst ógeðslegt að vera alltaf útat- aður í blóði. Annars er ég ákveðinn í að verða ríkur og ætli það sé ekki best að verða bara bissnessmaður." Veistu hver stofnaði Val og hvenær það átti sér stað? „Var það ekki 1891? Annars man ég ekki hvað karlinn heitir en ég veit að hann var frændi minn.“ Flugeldasala Vals Flugeldasala Vals verður í gamla félagsheimilinu og hvetjum viö Valsmenn til aö kaupa flugeldana að Hlíðarenda. Paö en mjög hentugt aö mæta í hádeginu á gamlánsdag og fylgjast með útnefningu á íþnótta- manni Vals 2CDOO, fá sén kaffisopa, honfa á „gamlingjana" spila fótbolta í íþnóttahúsinu og vensla síöan flugelda til að fagna ánamótunum. 16 Valsblaðið 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.