Valsblaðið - 01.05.2000, Síða 19
3.fIokkur kvenna, að loknum 3:2 sigri á ÍBV úti í Eyjum á Islandsmótinu: Efri röð frá
vinstri: Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari, Hildigunnur Jónasdóttir, Sigrún Þorsteinsdótt-
ir, Guðrútn María Þorbjörnsdóttir, Sandra Gísladóttir, Regína María Arnadóttir, Ragn-
hildur Erna Arnórsdóttir, Rúna Sif Rafnsdóttir, Jóhanna Lára Brynjólfsdóttir. Neðri
röð frá vinstri: Auður Hanna Guðmundsdóttir, Osk Stefánsdóttir, Halldóra Sigurlaug
Olafs, Dóra Stefánsdóttir, Valgerður Stella Kristjánsdóttir, Iris Björg Jóhannesdóttir,
Signý Heiða Guðnadóttir, Dóra María Lárusdóttir. Mynd: Þ.O.
markmið um sæti í úrvalsdeild næðist
ekki. Var bölsýnin slík að jafnvel eftir
að úrvalsdeildarsæti var í höfn höfðu
menn allt á homum sér. Hefur kveðið
mjög rammt að þessum undirgangi,
sem sprottinn var úr okkar eigin röð-
um. Vil ég nota þetta tækifæri til að
óska Ejub Purisevic og leikmönnum
m.fl.ka innilega til hamingju með það
afrek að vinna Val sæti meðal þeirra
bestu á ný.
Þá vil ég færa Vallarvinum þakkir, en
þeir hafa í mörg ár unnið óeigingjamt
starf við undirbúning heimaleikja m.fl.
ka. að Hlíðarenda
Framundan er viðamikið uppbygging-
arstarf, sem miðar að því að tryggja veru
Vals í úrvalsdeild um leið og skapaðir
eru möguleikar fyrir unga og stórefni-
lega leikmenn félagsins til að þroskast
og skapa kjama í meistaraliði Vals fram-
tíðarinnar.
2. INNVIDIR OG SKIPULAG
I unglingastarfinu hefur margt jákvætt
áunnist. Unnin hefur verið mikil skipu-
lagsvinna og innviðauppbygging undir
stjóm Ólafs Más Sigurðssonar, formanns
unglingaráðs og hefur hann og hans fólk
unnið frábært starf á liðnu starfsári.
Hvað íþróttalegan árangur varðar vom
4. fl. ka. og 3. fl. kv í fararbroddi. 4. fl.
Tveir ungir Valsmenn og vinir, Kristján
Már Olafs (t.h.) og Jónatan Jónatansson
á afmœlismóti KRR. Mynd: Þ.O.
ka. komst í úrslitakeppni íslandsmótsins
og 3. fl. kv. varð í 2. sæti íslandsmótsins
auk þess að ná 3. sæti í Gothia Cup og
vinna flest smærri mót sem flokkurinn
tók þátt í.
í starfi 3. fl. ka. komu fram þeir erfið-
leikar, sem verða, þegar ekki næst að
halda utan um hvem árgang í flokki, en á
eldra aldursári þessa flokks voru einung-
is örfáir drengir. Þegar komið er svo of-
arlega í aldri, er líkamlegur þroski farinn
að skipta verulegu máli og galt flokkur-
inn mjög fyrir fámennið.
Starf unglingráðs og öflugra foreldra-
ráða í kringum hvem flokk heldur nú
áfram.
Gengið hefur verið frá þjálfaramálum
fyrir alllöngu og sinna nú vel menntaðir
þjálfarar öllum flokkum drengja og
stúlkna. Þá hefur verið ráðinn yfirþjálf-
ari, Zeljko Sankovic. Zeljko er hámennt-
aður knattspymuþjálfari, sem m.a. þjálf-
aði unglingalandslið Króata með ekki
ómerkari menn en Boban og Suker inn-
anborðs. Hann kemur til okkar frá Vest-
mannaeyjum, þar sem ég veit að hans er
sárt saknað.
Auk yfirþjálfarastarfa, sem m.a. fela í
sér umsjón með knattspymulegum
þroska allra ungmenna í Val, mun Zelko
þjálfa 5. fl. og 2. fl. ka. Við Valsmenn
væntum mikils af störfum Zelko og
bjóðum hann velkominn til starfa.
Þá eru uppi hugmyndir um stofnun
dómararáðs til að styrkja þennan nauð-
synlega þátt unglingastarfsins, en því
miður voru dómararmál ekki í nógu góð-
um farvegi áður. Verður byggt á tilraun
sem gerð var í sumar og lofar góðu.
En að koma skikki á hlutina er einung-
is fyrsta vers.
Næstu stóru verkefni unglingaráðs eru
samræmd knattspymustefna fyrir Val en
sú vinna hefur enn ekki komist til fram-
kvæmda og tenging þeirrar stefnumótun-
ar við útbreiðslustarf, þ.e. fjölgun iðk-
enda og daglegt starf í flokkunum.
Hefur ráðið fengið hauk í homi, sem
er Hrefna Halldórsdóttir. Hún hefur í
einu orði sagt unnið frábært félagslegt
starf í Val undanfama mánuði. Fyrst lét
hún að sér kveða með Fjölskyldudegi að
Hlíðarenda í júlí og síðan með kynning-
ardegi í Valsheimilinu í tengslum við
opnun skólanna í september. Hún lét
ekki deigan síga og stóð fyrir fræðslu-
kvöldi fyrir foreldra um forvamir þann
28. nóvember. Svona einstaklingar eru
hverju íþróttafélagi hvalreki.
3. UPPBYGGING
KVENNAKNATTSPYRNU
2. fl. kv. stóð sig frábærlega á síðasta ári
eins og árið áður undir stjórn Asgeirs
Pálssonar. Stelpumar urðu íslandsmeist-
arar og spiluðu til úrslita í bikarkeppn-
inni og í Gothia Cup auk þess að vinna
öll önnur mót sem þær tóku þátt í.
Því miður var m.fl. kv. ekki í sama
formi og niðurstaðan því lakasti árangur,
sem menn muna í Islandsmótinu. Flokk-
urinn stendur nú á tímamótum og er nýr
þjálfari, Ásgeir Pálsson, að móta nýtt lið
sem byggir á landsliðskonum okkar og
stórefnilegum stúlkum úr 2. fl. Eru mikl-
Valsblaöið 2000
19