Valsblaðið - 01.05.2000, Qupperneq 28

Valsblaðið - 01.05.2000, Qupperneq 28
Ungir Valsarar Kristrún Njalsdottir 6. flokki í handbolta Kristrún Njálsdóttir á framtíðina fyrir sér í handbolta - eða fótbolta. Kristrún Njálsdóttir fetar í fótspor systk- ina sinna og er komin á fullt í handbolt- ann hjá Val þótt hún sé aðeins 10 ára gömul. Einar bróðir hennar leikur með 4. flokki í fótbolta og Lísa, systir hennar, með meistaraflokki í handbolta. Faðir systkinanna er einn litríkasti knatt- spyrnumaður Vals á níunda áratugnum, Njáll Eiðsson, sem nú þjálfar meistara- flokk IBV í knattspyrnu. Njáll var stund- um kallaður torfærujeppinn hér á árum áður og hver veit nema sami krafturinn muni einkenna Kristrúnu og föður henn- ar þótt henni verði tæplega líkt við jeppa. Nema kannski Lexus jeppa! Hún er fædd 14. júni árið 1990 og er í 5. bekk í Hlíðarskóla. Henni þykir skemmtilegast í íþróttum og Islandssögu. En af hverju ætli Kristrún hafi farið í Val? „Út af því að Valur er gott lið, það er nálægt heimili mínu og svo af því að systkini mín æfa með Val. Lísa systir þjálfar mig stundum með Hafrúnu og það er gott að geta fengið góð ráð frá systur sinni heima.“ Hvað stöðu leikurðu? „Eg leik á miðjunni og mér finnst það mest spennandi. I fyrra lék ég stundum á línunni eða í hominu. Annars erum við eiginlega allar á yngra ári núna og okkur hefur ekki gengið neitt alltof vel á þeim tveimur mótum sem eru búin.“ Hvert stefnir þú í boltanum? „Ég ætla að vera í handbolta eins lengi og ég get og vona að mér gangi vel. Til þess að ná langt verður maður að æfa vel, hlusta á þjálfarann og vera jákvæð- ur. Ég er kannski að spá í að byrja í fót- bolta næsta sumar af því að þá er enginn handbolti." Hvað þarftu helst að bæta? „Ég er góð að drippla og skýt mjög vel en er óheppin með skotin. Ég er ekki nógu hittin. Svo þarf ég að bæta snerpuna." Áttu einhverjar fyrirmyndir? „Ég veit það ekki. Kannski bara Lísu systur. Hún er svo snögg í hreyfingum. Svo er Berglind mjög góði í marki í meistaraflokki og líka Ronald hjá strák- unum.“ Hefurðu verið í öðrum íþróttum? „Ég var í fimleikum í 2 ár og hálft ár í dansi. Ég er að spá í að byrja aftur í dansi.“ Hvað er skemmtilegast að gera utan æfingatíma? „Mér finnst skemmtilegt að föndra, teikna, syngja og dansa. Uppáhalds- hljómsveitin er Land og synir.“ Hvaða lið er best í ensku knattspyrnunni? „Manchester United eru bestir. Við öll heima höldum með United pema mamma. Hún heldur með Liverpooi.“ Hefurðu séð pabba þinn spila fótbolta? „Já, með Old-boys. Hann skoraði næst- um öll mörkin.“ (Það kemur verulega á óvart! Innskot ritstjóra) Manstu hvenær Knattspyrnufélagið Valur var stofnað og hver gerði það? „Var það ekki 1986 og einhver Þor- steinn....?“ Munið PRETTAÁNDABRENNU VALS B. JANÚAR Maetum kát meö alla knakkana og kyndum aenlega undir eftinminnilega bálfön aö Hlíðanenda. 28 Valsblaöið 2000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.