Valsblaðið - 01.05.2000, Síða 39

Valsblaðið - 01.05.2000, Síða 39
Eftir Björn Ulfljótsson Sérhver Valsmaður sem mætir á leiki stuðlar að því að félaginu farnist vel og skili árangri, ekki bara íþréttalegum, heldur einnig árangri í uppbyggingu og þroska æksunnar. íþróttafélög þrá gestagang. Að vísu er gestagangur hjá íþróttafélögum frá- brugðinn gestagangi sem fólk býr við á heimilum að því leyti að gestirnir borga fyrir að fá að vera gestir. I daglegu tali nefnum við þessa gesti áhorfendur. Knattspymufélagið Valur skiptist upp í þrjár deildir sem eru knattspymudeiid, handknattleiksdeild og körfuknattleiks- deild. Lítum nú snöggvast á rekstur ung- lingaflokka Vals. Þar eru tekjupóstarnir æfingagjöld, auglýsingar á búningum og söfnunarfé úr fjáröflunum unglinganna sjálfra. Beinir opinberir styrkir til ung- lingastarfs finnast varla fyrir utan styrki til reksturs íþróttamannvirkja. Það eina sem í hugann kemur er að IBR greiðir óverulega hlutdeild í ferðakostnaði vegna móta sem tekið er þátt í á landsbyggð- inni. Helstu gjaldaliðir eru; þjálfaralaun, þátttökugjöld í mótum, búningar, boltar og búnaður, dómgæsla, húsaleiga, endur- söluvörur vegna fjáraflana og að ógleymdum ferðakostnaði. Unglingastarf stendur í flestum tilfellum ekki undir sér. Almennt er gerð krafa um að þjálfarar séu íþróttamenntaðir eða hafi mikla sér- þekkingu sem nýtist til kennslu og æf- inga. Auknar hæfniskröfur þjálfara kalla á hærri laun þeim til handa. Aukið æf- ingamagn vegna kröfu samfélagsins um íþróttalegan árangur, kallar einnig á meiri tilkostnað við unglingastarfið. Rekstrartap unglingaflokka er í flestum tilfellum brúað með fjárframlögum frá rekstri meistaraflokka félagsins eða rekstri aðalstjómar. Meistaraflokkar hafa aðra tekjuliði en unglingaflokkar. Þeirra tekjur byggja fyrst og fremst á; aðgangseyri að kapp- leikjum, auglýsingum á búningum, aug- lýsingum á leikvöllum, tekjum af sjón- varpsútsendingum, auk ótal annarra smærri fjáraflana sem skapast á vett- vangi meistaraflokkanna. Helstu gjalda- Við Valsmenn verðum að troðfylla lu'tsið á leikjum. Það er gaman að Hlíðarenda þegar allir leggjast á eitt því maður er manns gam- an. Þessi unga stúlka var ein fjölmargra sem skemmtu sér konunglega á Fjöl- skylduhátíð Vals sem varð til vegna álmga foreldra á að mynda stemmningu að Hlíðarenda. liðir meistaraflokka eru; þjálfaralaun, greiðslur til leikmanna, ferðakostnaður, sjúkraþjálfun, búningar, boltar og búnað- ur, dómgæsla, þátttökugjöld í mótum og ýmsar greiðslur til sérsambanda. Rekstr- arkostnaður meistaraflokka er mun meiri en unglingaflokka. Rekstrartekjur eru að sama skapi töluvert hærri. Rekstrartekjur eru mjög háðar íþróttalegum árangri. Þessi útlistun er orðin nokkuð löng, en hún er sett fram lesendum til glöggyunar áður en kemur að megininntaki þessarar greinar sem er gestagangur á íþrótta- kappleikjum. Með öðrum orðum, kapp- leikjum meistaraflokka karla. Það er sama hvort horft er til knatt- spymu, handknattleiks eða körfuknatt- leiks, alls staðar er sama sagan. Áhorf- endum á kappleikjum fækkar með hverju árinu sem líður. Ekki alls fyrir löngu kom fram í skoðunarkönnun að Valur væri vinsælasta íþróttafélag íslands. Má því ekki álykta sem svo að flestir áhorf- endur mæti á leiki Vals. Því er því miður ekki að heilsa. Ég hef fylgst nokkuð vel með fjölda áhorfenda að handknattleiks- leikjum karla frá árinu 1994. Maður þekkir orðið þau andlit sem mæta. Þau eru ekki mörg og þeim fer fækkandi. Ef stórviðburðir hafa verið eins og bikarúr- slit, úrslitaleikir í úrslitakeppni íslands- móts, eða leikir í Evrópukeppni, þá fyrst koma á leiki gamalkunnug andlit Vals- manna sem ekki sjást á öðrum íþrótta- viðburðum. Valsmenn sem eru virkir í almennu starfi félagsins og Valsmenn sem eiga böm sem æfa með félaginu, eru þeir sem helst mæta á almenna kapp- Valsblaðið 2000 39

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.