Valsblaðið - 01.05.2000, Síða 49

Valsblaðið - 01.05.2000, Síða 49
Ungir Valsarar 2. flokkur í kvennaknattspyrnu í „lífshættulegri" keppnisferö til Svíþjoð Eb|vjk í Mtf > t j 2.flokkur Vals eftir glœstan sigurleik á Gothia Citp. stjömu mötuneyti. Við komum nokkrum dögum áður en mótið hófst og þar af leiðandi gafst okkur mikill tími til að versla og skemmta okkur í byrjun. Við fórum t.d. í Liseberg (tívolí) og þar sást hverjir voru í raun „chickenamir“ í flokknum. Engin nöfn er nefnd svona rétt fyrir jólin. Við vomm með tvö lið sem kepptu í flokknum U-19. Valur 2 datt út í 8-liða B-úrslitum og var árangurinn fínn ef tek- ið er tillit til þess að stelpumar fengu liðsstyrk úr 3. flokki þannig að mikill meirihluti var að keppa upp fyrir sig. Valur 1 fékk ekki á sig mark fyrr en komið var í sjálfan úrslitaleikinn á nýja Ullevi-leikvanginum. Andstæðingarnir í þeim leik voru FC Diana frá Rússlandi en liðið hafði lent í öðru sæti árið áður. Þær vom „brjálað“ góðar, vaxnar eins og karlmenn og þurftum við því miður að játa okkur sigraðar 3-0. Því miður var þetta ekki besti endirinn á annars mjög vel heppnaðri ferð þar sem við stelpumar eignuðumst dygga aðdáendur og Ásgeir þjálfari „blotnaði“ all hressilega. egla&gugga Sumarið 2000 fóru 2. og 3. flokkur kvenna í keppnisferðalag á Gothia Cup í Svíþjóð annað árið í röð. Árið áður var árangurinn góður en nú ætluðum við, stelpumar í 2. flokki, að gera enn betur og stefndum á fyrsta sætið. Til þess þurfti mikinn aga og reglur og voru t.d. öll samskipti við hitt kynið bönnuð og fóm flestir eftir því. Strax á leiðinni út byrjaði ævintýrið og við lentum í bráðri lífshættu! Einn af gluggum flugvélarinn- ar „lak“ nefnilega og þegar flugvélin var á leiðinni aftur til fslands sprakk glugg- inn og flugvélin þurfti að snúa við. Við gistum í sænskum menntaskóla sem var mjög vel staðsettur og með 5 Tekið á móti silfri eftir tap í úrslitaleiknum. Gerum betur nœst. Valsblaðið 2000 49

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.