Valsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 58
Eftip Heiðar Birnir Torieifs
Suntanbúðip
Þrettánda starfsárið að Hlíöarenda
í borg 2000
Hér eru Valsmenn framtíðarinnar í Sumarbúðum í borg.
dæmis miklu máli hvaða aldursflokk ég
er að þjálí'a og ég nota mismunandi
þjálfunaraðferðir fyrir mismunandi ald-
ursflokka. Það mikilvægasta er að
byggja upp góðan liðsanda með leik-
mönnum sem hafa leikið lengi saman og
þekkja hver annan vel. Besta dæmið um
félagslið sem hefur tekið sér góðan tíma
og byggt upp lið eftir þeirri formúlu er
Manchester United. Þar eru margir góðir
leikmenn en samt ekki ellefu bestu
knattspymumenn í heimi. Það sem gerir
lið Manchester svo sterkt er samvinna
þeirra, liðsheildin og dugnaðurinn. Þetta
er mjög mikilvægt í knattspyrnu og
stjórnendur knattspyrnufélaga verða að
skilja að svona uppbygging tekur tíma
og krefst mikillar vinnu."
En þegar þú þjálfar yngri flokka,
finnst þér til dæmis mikilvægt að
kenna knattspyrnumönnum frá byrj-
un mikilvægi þess að vinna?
„Knattspyma er hópíþrótt og það er
mikilvægt að kenna þeim frá upphafi að
samvinna þeirra skiptir mestu máli. Það
er ekki mikilvægast að sigra þegar mað-
ur er að þjálfa 6., 5., eða 4. flokk en þeg-
ar komið er upp í 3. flokk eykst mikil-
vægi þess að sigra. í 6. flokki kenni ég
krökkunum að stjóma boltanum niðri á
jörðinni, í 5. flokki/yngri kenni ég þeim
að halda bolta á lofti, í 5. flokki/eldri
ætlast ég til þess að þau geti haldið bolt-
anum á lofti. I 4. flokki læra leikmenn
hlutverk sitt á vellinum í hverri stöðu
fyrir sig og í 3. flokki ættu þeir að hafa
þekkingu á hlutverkunum og læra leik-
aðferðir."
En mikilvægi þess að sigra?
„Fótbolti er keppnisíþrótt og það er allt í
lagi að fara í alla leiki og reyna að vinna
en það verður ekki mikilvægt fyrr en í 3.
flokki.“
Ertu sáttur við þá aðstöðu sem þú hef-
ur til æfínga hjá Val?
„Já, en það má auðvitað alltaf gera bet-
ur. Það er mjög mikilvægt að hafa að-
stöðu eins og er í Keflavík þar sem hægt
er að æfa innanhúss allt árið urn kring.
Mér hefur heyrst að önnur bæjarfélög
séu að reisa álíka hallir og þegar þær
verða komnar verður fljótlega hægt að
hafa einhvers konar knattspymumót yfir
vetrartímann. Við það mun knattspyrnan
hér á landi styrkjast mikið og þá er hægt
að einblína meira á að spila á sumrin í
stað þess að æfa og koma sér í form.“
Síðastliðið sumar voru Sumarbúðir í
borg starfræktar 13. árið í röð. Um 400
börn á aldrinum 7-11 ára sóttu nám-
skeiðin, sem voru alls fimm talsins.
Dagskráin var með hefðbundnu sniði
og var mikið lagt upp úr því að hafa
jákvæðan og skemmtilegan aga sem
og fjölþætta hreyfingu.
Hinn hefðbundni dagur byrjaði kl:
09:00 og voru börnin að til kl: 16:00 í
fjölbreyttum leikjum. Potturinn &
Pannan sáu til þess að bömin fengju
kjamgóðan íslenskan heimilismat í há-
deginu en á föstudögum var breytt að-
eins út af vananum og pantaðar pizzur.
Farið var í sund, Fjöldskyldugarðinn
og í Nauthólsvík einu sinni í viku og
þá var jafnan grillaðar pylsur. Auk
þess fór hver hópur eina ferð í Vatna-
skóg, heimsótti Hallgrímskirkju og
slökkviliðsstöðina í nágrenninu Hlíð-
arenda.
Stund í Friðrikskapellu var að sjálf-
sögðu fastur liður en þar fengu bömin
innsýn í starf og hugsjónir séra Frið-
riks. Hverju námskeiði var svo slitið
með allsherjar glensi og gríni að hætti
heimamanna. Mikill metnaður var
lagður í að búa þannig um hnútana að
hópamir væru ekki of fjölmennir því
eitt af aðalmarkmiðum búðanna var að
kynna sem flestar íþróttagreinar á sem
jákvæðastan og uppbyggilegastan hátt,
auk þess að fá sent mesta hreyfingu út
úr hverjum og einum einstaklingi. Til
að ná slíku fram voru fengnir mjög
hæfir og vanir leiðbeinendur auk yngri
og óreyndari sem aðstoðuðu þá eldri
við störfin.
Sumarbúðir í borg er fyrst og fremst
íþróttaskóli og í mínum huga byggist
framtíð þessa fomfræga félags að
miklum hluta á því að sem mestur
metnaður verði lagður í búðimar. Fyrir
utan það að slíkt er gott til afspumar
og gildir einu hvað félagið heitir.
Ef metnaðarfullt bama- og unglinga-
starf er ekki fyrir hendi, verður tíðin
erfið svo ekki sé meira sagt.
Með kærri þökk fyrir samstarfið á
árinu og með mikilli tilhlökkun til
samstarfsins á næsta ári.
58
Valsblaðiö 2000