Valsblaðið - 01.05.2000, Síða 59

Valsblaðið - 01.05.2000, Síða 59
Ungir Vaisarar Snorri Steinn Guöjonsson leikmaður meistaraflokks í handbolta Hvað lýsir þínum húmor best: 5 aurar. Fleygustu orð: Engan aumingjaskap (ein úr smiðju pabba. Hefði geta sagt nokkra aðra frasa). Mottó: Get, ætla, skal. Fyrirmynd í boltanum: IgorLavrov og Magnus Wislander. Leyndasti draumur: Verða kosinn besti handboltamaður í heimi af Handball World Magazine. Kærasta: Marin Sörens Madsen. Við hvaða aðstæður líður þér best: í lasagne hjá mömmu. Eftirminnilegasta stefnumót: Það síðasta með Marin. Hvaða setningu notarðu oftast: Mamma, hvað er í matinn. Hvað er það fallegasta sem hefur verið sagt við þig: „Þú ert með miklu flottari tær en Bjarki.“ Fullkomið laugardagskvöld: Nýbúinn að vinna sjónvarpsleik. Góð mynd í sjónvarpinu, Doritos og nammi og að sjálfsögðu Marin. Hvaða flík þykir þér vænst um: Inni- skóna mína. Besti söngvari: Ég sjálfur og Fannar Tobbason erum mjög góðir saman en ég get líka nefnt mann eins og Van Morri- son. Eftir hver ju sérðu mest: Að hafa ekki tekið bílpróf fyrr og fengið bílinn hans afa. Ef þú yrðir að vera einhver annar: Bill Gates. Ef þú værir alvaldur í Val: Gera Val að eftirsóknarverðasta félaginu fyrir krakka að stunda íþróttir. Fæðingardagur og ár: 17.10.’81. Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: íslands- meistari í meistaraflokki. Fyrsta augnablikið sem þú manst eft- ir: Þegar ég týndist á 17. júní. Af hverju handbolti: Rigningin, snjór- inn og mölin heilluðu ekki nógu mikið og svo er handboltinn einfaldlega miklu skemmtilegri. Varstu ekki frábær í fótbolta: Besti senter sem Valur hefur eignast, skoraði alltaf og var alltaf markahæstur. Eftirminnilegast úr boltanum: Partille Cup meistari en aðeins tvö lið frá íslandi hafa unnið það mót. Það var ólýsanlegt. Síðan Norðurlandameistari með U-18 ára landsliðinu. Skemmtilegustu mistök: Þegar ég og Markús lokkuðum rottu inn til mín þegar við vorum litlir. Hún fannst ekki fyrr en degi síðar. Fyndnasta atvik: Þegar ég og Markús Máni misstum brenniboltann okkar inn á völlinn í landsleik í Laugardalshöllinni og Júlli Jónasar kom askvaðandi í miðj- um leik og steig á boltann. Stærsta stundin: Þegar rottan fannst. Hvað hlægir þig í sturtu: Snyrtimennsku-tuðið í Júlla Jónasar. Kostir: Samviskusamur. Gallar: Latur heimafyrir. Athyglisverðastur í meistaraflokki: Egyptinn Ingvar Sverrisson. Honum tekst alltaf að gera eitthvað sem engum öðrum dettur í hug. Hver á ljótasta bílinn: Freyr Brynjars- son, fjólublár Subaru. Valsblaðið 2000 59

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.