Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Side 11

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Side 11
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 11 að skera úr um það hvort hugtakið sé í innsta kjarna sínum eðlis- eða afstæðishugtak. Þá viðamiklu umræðu læt ég algerlega liggja á milli hluta og mun hispurslaust vitna til fræðimanna sem aðhyllast hvora skoðun um sig því ég tel að af báðum fylkingum megi nokkuð læra. Í byrjun finnst mér gagnlegt að ganga út frá almennum orðabókarskilgreiningum sem segja að „identitet“/„identity“ sé heiti yfir þau einkenni sem einstaklingur deilir með öðrum innan sama kynþáttar, trúarhóps eða einhvers annars hóps. Um leið áttar viðkomandi sig á því hver hann raunverulega er, sjálfsvitund hans verður skýr. Einnig má orða þetta svo að vitundarhugtakið standi fyrir þau einkenni sem greina einn frá öðrum. Á ensku má til dæmis benda á tvær prýðilegar orðabókarskilgreiningar: „Your identity … consists of those characteristics that you share with other people in the same racial, religious or other group, that make you aware of what kind of a person you are. [Dæmi]: Perhaps the English as a race no longer have a cultural identity.“ (Times – Chambers essential English dictionary, 2000); „The identity of a person or place is the characteristics they have that distinguish them from others. [Dæmi:] … the distinct cultural, religious and national identity of many Tibetans.“ (Collins Cobuild English dictionary, 2000). Á íslensku er réttast að tala um sjálfsvitund þegar rætt er um einstaklinga, en sam- vitund (e. collective identity) þegar fjallað er um hópa fólks. Síðan má gefa samvit- undinni sérstök heiti eftir því sem við á, svo sem héraðsvitund eða byggðarvitund. Að því verður betur komið síðar. Söguvitund (d. historisk bevidsthed/e. historical consciousness) er grundvallarhug- tak sem snýst um það hvernig hver einstaklingur skynjar sig í sögulegri framvindu. Í þessari vitund felst allt í senn: sýn manns til fortíðar, samtíðarskynjun hans og vænt- ingar til framtíðar. Grenndarvitund (e. local identity) er nýlegt hugtak sem vísar aðallega til þess hvaða vitneskju og tilfinningu fólk hefur um og fyrir nánasta umhverfi sínu, landafræði þess sem menningu. Grenndarvitundin er þannig hinn landfræðilegi rammi um viðfangs- efnið, rúmið, söguvitundin afmarkar tímann. Umhverfisvitund lýtur að náttúrunni allt um kring. Bændur, fiskimenn og veiðimenn hafa löngum gert sér grein fyrir því að ekki má taka meira af gögnum og gæðum um- hverfisins en það nær að endurnýja. Það að framfylgja þessu hefur stundum mistek- ist hrapallega og er markaðssamfélagið ruddi sjálfsþurftarbúskapnum úr vegi urðu mörg stórslys sem ýmist verða seint eða ekki bætt. Nánar verður fjallað um öll þessi hugtök í aðgreindum undirköflum og talsvert vitnað til enskra og skoskra fræðimanna. Englendingar hafa látið þessi fræði mikið til sín taka en það er ekki síður fróðlegt að skoða skrif hinna síðarnefndu vegna þess að Skotar hafa eytt miklu púðri í að skilgreina sjálfa sig sem sérstaka þjóð. Kröfur þeirra um aukna sjálfsstjórn á síðustu áratugum nýliðinnar aldar og stofnun sérstaks skosks þjóðþings árið 1999 hafa knúið þá til ítarlegrar sjálfsskoðunar sem um margt er athyglisverð fyrir Íslendinga. Endurteknar rannsóknir benda jafnframt til að þeir líti mun fremur á sig sem Skota en sem Breta (Bryant, 2006; McCrone, 1998). Þetta er að hluta til sambærilegt við það hvort íbúar Evrópusambandsins líta fremur á sig sem bragi gUðmUndsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.