Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Qupperneq 15

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Qupperneq 15
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 15 afl, líklega það sterkasta í sögu Vesturlanda síðustu tvær aldirnar. Hún hefur bæði sameinað þjóðir í ríkisheildir (sjá til dæmis Ítalíu og Þýskaland um 1870) og sundrað eldri ríkisheildum í smærri einingar. Þar um eru dæmin frá Sovétríkjunum og Balk- anskaga á síðustu áratugum einna gleggst í evrópskri samtímasögu. Pólitísk samvitund er aðeins ein gerð eða afbrigði samvitundar. Beiting hennar get- ur leitt til ósveigjanlegrar þjóðernisstefnu sem aftur getur leitt til þess að stefnan fær óorð á sig og fæst vart borin í munn. Sú varð raunin að loknum yfirgangi og ofbeldi þýskra nasista á fjórða og fimmta áratug tuttugustu aldar. En ef hugtakið dæmist ónothæft þótt tilfinningin sé áfram til staðar og drifkraftur pólitískrar hugsunar og krafna, hvað á þá að kalla kröfur þjóða um aukinn rétt innan ríkisheilda, jafnvel kröfur þeirra um fullveldi? Í næsta nágrenni við Ísland er barátta Skota fyrir aukinni sjálfsstjórn skýrt dæmi um það hvernig þjóð hefur leitað uppi eigin samkenni í þeim megintilgangi að öðlast meiri sjálfsvirðingu og sækja aukin áhrif á þróun sinna mála. Þegar ensku og skosku þingin gengu í eina sæng í Westminster árið 1707 töpuðu Skotar sjálfsforræði sínu og við tóku áratugir og aldir í faðmi og fjötrum hins sameinaða konungdæmis. Faðm- lagið varð Hálendingum dýrt er ullarframleiðsla varð ábatamesta framleiðslugrein landbúnaðarins með þeim afleiðingum að venjulegir bændur voru reknir af jörðum sínum með harðræði en stórjarðeigendur settust yfir landið og beittu á það stórum sauðfjárhjörðum. Á hinn bóginn græddu borgarar á láglendinu vel og skosk borgara- stétt dafnaði prýðilega eftir að breski heimsmarkaðurinn opnaðist henni nokkru eftir samrunann (Devine, 2000). Um þetta hefur mikið verið rætt og ritað, meðal annars hafa Skotar leitað dyrum og dyngjum að meintri samvitund sinni.4 Hins vegar vilja ekki nema sumir þeirra kenna þá samvitundarleit við þjóðernisstefnu þótt auðvitað sé skyldleikinn mikill. Pólitísk notkun samvitundarhugtaksins er þannig bráðlifandi í samtíma okkar.5 Þar eð pólitísk samvitund fellur að mestu utan marka þessarar greinar verður hvorki orðlengt frekar um hana né þjóðernisstefnuna. Viðfangsefnið er menningarleg samvitund og því skal hugtakið þrengt og skilgreint nánar. bragi gUðmUndsson 4 Hér má til dæmis nefna bókina Image and identity, einkum skrif eftir T. M. Devine og Richard Finley. – Rétt er samt að hafa hugfast að Skotar nútímans eru ekki af einu þjóðerni. Þeir töluðu löngum tvö gerólík megintungumál (gelísku og ensku) og hafa skipst í kirkjudeildir. Á síðari áratugum hefur Skotland einnig orðið að fjölþjóðlegu samfélagi. Slík þjóð verður trúlega að byggja þjóðernisstefnu (eða samvitund) sína á öðru en tiltölulega einsleitt samfélag Íslendinga gat gert á 19. og 20. öld. 5 Skylt er að taka það fram að ýmsir sagnfræðingar, þeirra á meðal Eric Hobsbawm, hafa lagst af þunga gegn notkun samvitundarhugtaksins í sagnfræðilegum rannsóknum, einkum í stjórnmála- sögu (identity politics). Ég fellst ekki á röksemdir þeirra. Áhugasömum skal vísað á rit Hobsbawms í heimildaskrá og ágæta grein Bernards Eric Jensen í sömu skrá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.