Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Qupperneq 16

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Qupperneq 16
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200916 sjálfsVitund og mEnningarlEg samVitund Eitt af því sem markar sjálfsvitund hvers einstaklings er þjóðerni hans og samsöm- un með öðru fólki í sama landi. Kenndin til þjóðarinnar og ættlandsins er gjarnan nefnd föðurlands- eða ættjarðarást og er talin hafa fylgt manninum um langa hríð. Ragnheiður Kristjánsdóttir sagnfræðingur skilgreinir þessa tilfinningu með eftirfar- andi hætti í tímaritinu Sögu árið 1996: „Föðurlandsást er kenndin sem föðurlandsvin- urinn ber til landsins og getur allt eins falist í ástinni á landslagi þess, tungu, siðum eða stofnunum“ (Ragnheiður Kristjánsdóttir, 1996, bls. 133). Föðurlandsvin segir hún vera þann „sem er annt um land sitt; hann er landinu trúr, kostar kapps um að auka farsæld þess og verja réttindi þess“ (1996, bls. 133). Ragnheiður telur að föðurlands- ást hafi líklega alltaf verið til í einhverri mynd og beinst að því samfélagi sem menn tilheyrðu á hverjum tíma. Meðal Grikkja og Rómverja hafi þessi ást falist í „tryggð við ríki eða borgríki“ en meðal miðaldamanna hafi hún „lengstum [beinst] að bæ, borg, eða hverjum þeim skika sem þeim fannst þeir tilheyra. Föðurlandið var einfaldlega staðurinn, bærinn eða landið þar sem maður var fæddur.“ Síðar hafi tilfinningin tekið að beinast að heilum löndum eða ríkjum og frá og með upplýsingartímanum hafi ætt- jarðarástin og þjóðernisstefnan tekið að tengjast sterkum böndum og oft verið sam- ferða (1996, bls. 133–134). Greining Ragnheiðar Kristjánsdóttur á föðurlandsást hvílir á styrkum fræðilegum grunni sem hún vísar skilmerkilega til og ástæðulaust er að endursegja. Að honum lögðum ver Ragnheiður stærstum hluta greinar sinnar í að rekja það hvernig ættjarð- arástin blómstraði í meðförum Eggerts Ólafssonar og síðar hjá Baldvini Einarssyni og Fjölnismönnum sem allir áttu það sammerkt að vilja varðveita og endurvekja þjóðlega menningu. Sú áhersla varð enn síðar einn af hornsteinum pólitískrar þjóðernisstefnu Jóns Sigurðssonar. Ættjarðarást er sameiginleg stórum hópi fólks sem þekkist ekki innbyrðis nema að litlu leyti og því minna sem samfélagið er stærra. Hún er dæmigerð samvitund og kallar beinlínis á athygli þótt undir mismunandi formerkjum sé. Í því sambandi má benda á grein Sverris Jakobssonar sagnfræðings frá árinu 2003 um sjálfsmyndir (þýð- ing á hans á hugtakinu identities) á miðöldum og uppruna Íslendinga. Niðurstöður hans eru um margt óljósar en með greininni reyndi hann að opna leið út úr því öng- stræti sem honum fannst þjóðernisumræðan komin í (Sverrir Jakobsson, 2003). Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur varði árið 2004 doktorsritgerð sína um þjóð- erni, kyngervi og vald á Íslandi á árunum 1900–1930. Markmið hennar voru í meg- inatriðum tvíþætt. Annars vegar fjallar hún um „gerð íslenskrar þjóðernisstefnu og þróun hennar á fyrstu þremur áratugum tuttugustu aldar eða svo.“ Hins vegar rann- sakar hún „sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar út frá sjónarhorni kyngervis en mark- miðið er að greina samspilið milli þjóðernislegrar sjálfsmyndar fólks annars vegar og samfélagsstöðu þess hins vegar“ (Sigríður Matthíasdóttir, 2004, bls. 17–18). Af sjálfu leiðir að seinna markmið Sigríðar hefur skýran snertiflöt við efni þessarar greinar og ég leyfi mér að vitna beint til prýðilegrar samantektar andmælenda hennar við dokt- orsvörnina um efni bókarinnar: landið er eitt – samfélagið er breitt/breytt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.