Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Qupperneq 17

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Qupperneq 17
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 17 Fjallað er um forsendur þjóðernishyggjunnar og þær breytingar sem urðu á henni á þessum tíma með tilvísun til umræðna um eðli og einkenni Íslendinga… . Sýnt er hvern- ig hugmyndir þjóðernishyggjunnar fléttuðust saman við hugmyndir um karlmennsku og hvernig þær endurspegluðu togstreituna milli hefðar og nútíma, sveita- og borg- armenningar og tengsl þjóðarvitundar og samfélagsstöðu kynjanna. … Skilgreining hennar á hinum „sanna Íslendingi“ sem borgaralegum karlmanni sem brotist hefur til mennta, afreka og valda er athyglisverð og er hún öxullinn sem ritgerðin hverfist um (Valur Ingimundarson og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 2004, bls. 439). Niðurstöður Sigríðar Matthíasdóttur eru um sumt afdráttarlausar. Hún staðhæfir til dæmis að sjálfsmynd Íslendinga hafi mótast í þjóðernishreyfingu 19. og 20. aldar og þar hafi einstaklingshyggja, trú á skynsemi þjóðarinnar og kröfur um lýðræði ráðið för með tilvísan til meintra sömu „eðliseiginleika“ á hámiðöldum. Að hennar mati sótti sjálfsmynd Íslendinga margt til vestrænnar frjálslyndisstefnu og þar með létu hugmyndir um að leggja skyldi gildi hins gamla sveitasamfélags til grundvallar í minni pokann. Einstaklingshyggjan varð síðan kynbundin og afleiðingin varð valda- leysi kvenna á opinberum vettvangi. Konur máttu sætta sig við endurskilgreiningu á hlutverkum sínum út frá gömlum gildum bændasamfélagsins en innan nýrrar sam- félagsgerðar. Þeim var ætlað að mynda nauðsynlegt mótvægi á breytingatímum sem margir töldu hafa hnignun og brotthvarf frá gömlum gildum í för með sér. Sigríður brýtur með rannsókn sinni upp þá þjóðernisumræðu sem hefur verið ráð- andi um árabil. Hún beinir sjónum að hlutskipti þess helmings þjóðarinnar sem lakar hefur staðið, kvenna, og tekst þannig að losa umræðuna úr viðjum sem umfjöllun um og áhersla á sameiginlega þjóðarvitund landsmanna hefur óneitanlega skapað. Þar fetar hún í slóð margra erlendra fræðimanna sem horft hafa til sundurleitninnar ekk- ert síður en þess sem sameinar. Til fáeinna slíkra skal nú litið. Áður en lengra er haldið er samt rétt að taka fram að á seinni hluta síðustu aldar fékk réttindabarátta fjölmargra en ólíkra minnihlutahópa mikinn byr í segl víða um lönd. Þar má til dæmis nefna baráttu þeldökks fólks fyrir jafnri þjóðfélagsstöðu á við hvíta; baráttu homma og lesbía fyrir hvers konar jafnstöðu og baráttu innflytjenda fyr- ir jafnstöðu á við þá sem fyrir eru. Þessir hópar gátu ekki beitt fyrir sig þjóðernisstefnu til stuðnings kröfum sínum, heldur urðu þeir að skynja sig og skilgreina út frá öðrum forsendum og leita réttar síns í krafti réttlætis og samstöðu. Hver þessara hópa varð að þróa og þroska eigin samvitund sem byggðist og byggir á tilteknum menningarlegum forsendum. Allar götur síðan hafa fjölskrúðugar rannsóknir á menningarlegri samvit- und ólíkustu hópa blómstrað (Hall, 1990, 1992; Jensen, 2000). Einn af öflugri fræðimönnum sem fjallað hafa um menningarlega samvitund er Stuart Hall, póstmódernískur prófessor emeritus í félagsfræði við Opna háskólann í Bretlandi. Hann er blökkumaður, fæddur og alinn upp í lægri miðstétt á Jamaica, flutti fullorðinn til Lundúna og stofnaði þar fjölskyldu með hvítri konu. Í hans huga er hægt að skilgreina hugtakið sjálfsvitund með þrennum hætti. Í fyrsta lagi er það skilgreining upplýsingarinnar sem leggur áherslu á hinn upplýsta einstakling sem getur leyst öll vandamál með skynsemina eina saman að vopni. Sjálfsvitund þess einstaklings bygg- ir fyrst og síðast á eigin vilja, getu og styrk. Í öðru lagi er það skilgreining félagsfræð- innar sem leggur áherslu á gagnvirkni manns og umhverfis, að sjálfsvitundin verði bragi gUðmUndsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.