Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 23

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 23
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 23 Túlkun á upplýsingum af þessu tagi er örðug á viðburðaríkum tímum í sögu þjóðar. Þjóðarvitund Skota er sterk nú á dögum en almennt er talið að þeir hafi framan af tuttugustu öld litið fyrst á sig sem Breta, síðan sem Skota. Sams konar viðhorf er einn- ig talið að hafi gilt um Englendinga og Walesbúa. Þetta breyttist fyrst í Skotlandi, síðan í Wales og rannsóknir benda til þess að Englendingar líti í sívaxandi mæli á sig sem enska fremur en breska, nokkuð sem sást naumast fyrir nokkrum áratugum.11 Það að vera enskur/velskur/skoskur var hlutmengi í því að vera breskur sem aftur var hlut- mengi í því að tilheyra breska heimsveldinu. Þessi afstaða byggðist sennilega einkum á pólitískum veruleika sem tók breytingum er líða tók á öldina jafnhliða því sem áhugi jókst á leit að menningarlegum þjóðareinkennum meðal Skota og Walesverja. Lengra skal ekki haldið á þessum vettvangi og hafa ber hugfast að þjóðarvitund breytist frá einum tíma til annars, hún verður hvorki fundin né skilgreind í eitt skipti fyrir öll. Skotland og það að vera skoskur hefur haft mismunandi merkingu í hugum fólks á mismunandi tímum (Broun, Finley og Lynch, 1998, ýmsar greinar) þótt þörfin fyrir að skilgreina sig frá Englendingum hafi ætíð skipað veglegan sess (Bower, 1987– 1998, 1998; Watson, 1998). Hitt er jafnljóst að það er margt fleira en pólitísk afstaða sem liggur að baki samvitund þjóða og þjóðfélagshópa. Og nú skal athyglinni enn beint frá hinu pólitíska, þjóðernislega, en rýnt í hið menningarlega sem hvílir að mestu á búsetuforsendum einum saman. söguVitund Maðurinn hefur á öllum tímum tekist á við það að skilgreina sjálfan sig út frá forsend- um fortíðar, stöðu sinni í samtíð og væntingum til framtíðar. Þetta hefur verið kallað söguleg vitund, söguvitund í einu orði, og á henni hafa verið gerðar margvíslegar athuganir á undanförnum árum. Þar ber hátt merkilega rannsókn á söguvitund evr- ópskra unglinga á miðjum tíunda áratug síðustu aldar sem íslenskir aðilar áttu fulla aðild að. Niðurstöður hennar hafa meðal annars birst í heild, fyrir Norðurlöndin sér- staklega, og um Ísland í samanburði við valin samfélög (Angvik og von Borries, 1997; Angvik og Nielsen, 1999; Bragi Guðmundsson og Gunnar Karlsson, 1999). Til Norðurlanda barst söguvitundarhugtakið einkum frá (Vestur)-Þýskalandi á átt- unda áratug tuttugustu aldar og hin þýska skilgreining hefur síðan haft mikil áhrif á alla umræðu um sögu og sögukennslu í næstu nágrannalöndum okkar en minna hef- ur farið fyrir henni hérlendis. Þeir Karl-Ernst Jeismann og Jörn Rüsen eru venjulega taldir til meginhöfunda á þessu sviði og víða er vitnað til skilgreiningar hins fyrr- nefnda frá árinu 1979: „Söguvitund nær ekki einungis til þekkingar eða áhuga á sög- unni. Hún felur einnig í sér samspil túlkunar á fortíðinni, skilnings á samtíðinni og bragi gUðmUndsson 11 Þetta er verulega áhugavert rannsóknarefni sem ekki verður rakið frekar hér en ýmsir fræðimenn fullyrða að stofnun þjóðþinga í Skotlandi og Wales árið 1999 hafi leitt til þess að bresk samvitund (Britishness) hafi dofnað hvarvetna í Bretlandi en ensk, velsk og skosk (Englishness, Welshness og Scottishness) hafi styrkst að sama skapi. Sjá til dæmis ítarlega umfjöllun í bók Christophers Bryant frá árinu 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.