Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Síða 24

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Síða 24
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200924 sýnar á framtíðina.“12 Þetta er fremur tyrfið og því er rétt að útskýra meginhugsunina sem að baki liggur. Öllum er gefið að skynja umhverfi sitt í tíma og rúmi og sú skynjun verður hluti af sjálfsvitund einstaklingsins. Þessi samtímaskynjun er breytileg eftir því hver á í hlut því að baki liggur mismunandi þjóðfélagsstaða, menntun, lífsviðhorf o.s.frv. Á heim- ilum skólafólks eru skólamál einatt efst á baugi, meðal bænda er veðrið, grasspretta og heyfengur áleitið umræðuefni. Fortíðarskynjun er um margt ólík nútíðarskynjun vegna þess að fortíðina verður hver að skapa í huga sér með því að blanda skólalærdómi og öðrum upplýsingum við eigin reynslu sem reynslu annarra. Þetta hefur í för með sér að sameiginleg fortíð- arskynjun er ekki nema að takmörkuðu leyti til. Fortíðin, „sagan“, verður á margan hátt persónuleg „eign“ hvers einstaklings þótt auðvitað hljóti ýmsir þættir í henni að vera sameiginlegir með öðrum. Hver kynslóð skrifar vissulega sína sögu en enn réttara er að segja að hver kynslóð túlki og skrifi um fortíðina með sínum hætti út frá sjónarmiðum og gildum sem ráðandi eru á hverjum tíma. Þessu til viðbótar horfa allir fram á veg – hafa væntingar til hins ókomna. Að öðru jöfnu viljum við búa í haginn fyrir framtíðina, fyrst fyrir okkur sjálf og fjölskyldu okk- ar, síðan fyrir það samfélag sem við tilheyrum. Framtíðarvæntingar eru þriðja víddin í hinni sögulegu vitund, fyrir er sýn til fortíðar og skynjun á nútíðinni. Að þessu sögðu er ljóst að söguvitund er hvoru tveggja einstaklingsbundin og sameiginleg. Hún verður bæði til við sjálfstæða tilvist þeirra þriggja þátta sem hér hafa verið nefndir og við innbyrðis samspil og gagnverkan þar sem hver hefur áhrif á annan. Við veljum þau atriði úr fortíðinni sem falla best að hugmyndum okkar um nútíð og framtíð. Sá sem vill sýna fram á forystuhlutverk Húnvetninga í þjóðarsögu Íslendinga velur sér til dæmis að segja frá mikilvægu framlagi Guðmundanna þriggja (Björnssonar, Hannessonar og Magnússonar) til íslenskra heilbrigðismála á síðustu áratugum nítjándu aldar og framan af þeirri tuttugustu. Sá sem vill sýna hið gagn- stæða velur önnur dæmi til að styðja mál sitt. Þannig leggur sagan röksemdir í munn og styður lífsviðhorf og skoðanir. Hún er hreyfanleg og sívirk, lifandi þáttur í sköpun og þróun sjálfs- og samvitundar manna. Af þessu leiðir að ekki er til nein óumdeild og/eða sameiginleg breiðgata frá fortíð til nútíðar ellegar frá nútíð til framtíðar. Það má útskýra með því að benda á nokkrar algengar en mismunandi aðferðir við að nota vitneskju um fortíðina og túlkun á henni í nútíð sem framtíð: Fortíðin geymir uppruna hefða og hún útskýrir og réttlætir það að þessar hefð-• ir skuli lifa áfram meðal samfélagshópa og þjóða. Gott dæmi um þetta eru ýmsir þjóðhættir og venjur sem eiga sér gjarnan óskýra fortíðartilvísun en hafa áunnið sér þegnrétt og orðið mörgum ómissandi, til dæmis laufabrauðsgerð fyrir jól og þorrablót bak áramótum. – Af skoskum vettvangi er auðvelt að nefna sekkjapíp- landið er eitt – samfélagið er breitt/breytt 12 Á frummmálinu: „Mehr als bloßes Wissen oder reines Interesse an der Geschichte, umgreift Gesc- hichtsbewußtsein den Zusammenhang von Vergangenheitsdeutung, Gegenwartsverständnis und Zukunftsperspektive.“ Hér vitnað til eftir Nielsen 1997:A 401. – Mér er ekki kunnugt um að neitt af skrifum Jeismanns hafi komið út á íslensku en Gunnar Karlsson þýddi hluta af Grundzüge einer Historik eftir Rüsen og gaf út undir nafninu Lifandi saga. Framsetning og hlutverk sögulegrar þekkingar. Þar er margt að finna sem kemur að gagni til skilnings á hugtakinu sem hér er til umfjöllunar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.