Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 25
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 25
una, karlmannspilsið og viðeigandi búnað sem dæmi um það hvernig svæðisbund-
in einkenni (í þessu tilviki úr Hálöndunum) urðu á fáum áratugum á fyrri hluta 19.
aldar að einhverjum þekktustu táknum heillar þjóðar sem um getur (Trevor-Roper,
1996).
Fortíðin er full af dæmum um eftirsóknarverða eða vítaverða breytni fólks og stöð-•
ugt er út af þeim lagt. „Til þess eru vítin að varast þau.“ Þetta tengist þeim almenna
misskilningi að sagan endurtaki sig og unnt sé að læra af henni beint. Það er aug-
ljóslega rangt því tilteknar sögulegar aðstæður geta hvorki endurtekið sig í tíma né
rúmi þótt greina megi margvísleg sameiginleg einkenni tímabila. Hins vegar má
draga vissa lærdóma af því sem áður hefur gerst.
Fortíðin er allt það sem að baki er en það er líka það eina sem samkennir hana frá •
öðru í umhverfi okkar. Ákveðin fortíðarþekking er oft nauðsynleg til skilnings á
því sem er meðan annað skiptir litlu eða engu máli. Það er til dæmis mikilvægt að
þekkja eitthvað til Páls Kolka, héraðslæknis á Blönduósi, vilji maður skilja stofnun
Héraðshælis Austur-Húnvetninga að einhverju marki.
Þessi dæmi ættu að duga til að sýna að hina endanlegu sögu verður aldrei hægt að
skrifa, heldur leitum við til hennar eftir þörfum og nýtum hana til að styrkja jafnt eigin
sjálfsvitund sem hina sameiginlegu með öðrum. Saga er sívirkur þáttur í nútíðarskiln-
ingi einstaklinga og þjóðfélagshópa, skynjun á henni er söguvitundin sjálf. Af sjálfu
leiðir að áhrifavaldarnir eru margir og oft er vant að sjá hverjir eru sterkastir. Eru það
sagnfræðingar, fræðirit, sögukennarar og námsbækur – þeir sem koma með vísinda-
og námsgreinina að vopni? Eru það fjölmiðlar, kvikmyndir, sögulegar skáldsögur,
listgreinar, félagar og fjölskyldur? Eða allir jafnt? Þessum spurningum hefur meðal
annars verið reynt að svara með fyrrnefndum rannsóknum á söguvitund unglinga í
ólíkum menningarsamfélögum Evrópu en margt er óljóst í þeim fræðum enn. Hitt er
alveg skýrt að öflug söguvitund er örugglega ein af styrkustu stoðum skýrrar sjálfsvit-
undar og þar með grundvallarþáttur í sjálfsvitund og um leið ímynd samfélaga.
grEnndarVitund
Þéttbýli var nánast óþekkt á Íslandi um aldir, helst mátti greina það í kringum bisk-
upsstólana og í verstöðvum þar sem skammt var til fengsælla fiskimiða. Við upp-
haf tuttugustu aldar bjuggu um 20% þjóðarinnar í þéttbýli, við aldarlok var hlutfallið
komið í ríflega 93%. Þróunin varð í megindráttum tvíþætt: Annars vegar flutti fólk úr
sveitum á nálæga þéttbýlisstaði sem flestir risu við góðar hafnir og í grennd við gjöful
fiskimið. Hins vegar varð mikil sókn í höfuðborgarþéttbýlið. Samkvæmt heimasíðu
Hagstofu Íslands áttu tæplega 63% landsmanna heima á svæðinu ofan úr Kjós og
suður í Hafnarfjörð árið 2007.
Ein afleiðing búferlaflutninganna var stofnun átthagafélaga þeirra sem fluttu til
höfuðborgarsvæðisins. Allmörg slík voru stofnuð á fjórða áratug tuttugustu aldar
og fljótlega komst útgáfa á þeirra vegum á nokkurn rekspöl. Stundum var útgáfan
eingöngu á höndum sunnanmanna, stundum í samvinnu við heimamenn sem jafnvel
bragi gUðmUndsson