Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 26

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 26
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200926 stofnuðu sögufélög af einhverju tagi til að fylgja málefninu betur eftir. Söfnun gam- alla muna og stofnun byggðasafna er önnur grein á sama meiði og víða höfðu sömu einstaklingarnir forgöngu um hvort tveggja, minjavörsluna og varðveislu frásagna af liðinni tíð (Steingrímur Jónsson, 1985). Fjölskrúðug útgáfuflóra sem á rætur í uppruna eða búsetu fólks í tilteknu héraði er til marks um grenndarvitund þeirra sem að standa. Þessum einstaklingum er annt um nánasta umhverfi sitt og útgáfan er framlag þeirra til að bjarga vitneskju frá glötun og flytja menninguna kynslóða á milli. Hugtakið grenndarvitund er heildarheiti yfir það sem kalla má sveitar-, héraðs-, byggðar- eða borgarvitund, allt eftir því sem best á við. Hún birtist í væntumþykju til tiltekins umhverfis eða landsvæðis, sögu þess, menningar, náttúru og hvers kyns sérkenna. Grenndarvitund er þannig ein grein á stofni þeirrar föðurlandsástar sem Ragnheiður Kristjánsdóttir ræðir um og áður hefur verið vísað til (Ragnheiður Krist- jánsdóttir, 1996). Hún beinist aðeins að afmarkaðra svæði og má líklega allt eins kalla því gamla orði átthagaást þótt ég kjósi ekki að nota það hugtak vegna þess hve gild- ishlaðið það er. Grenndarvitund hefur að líkindum ávallt verið til því „römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til.“ En afl sitt á seinni tímum sækir hún í samfélagsbreytingar er kollvarpað hafa eldri þjóðfélagsgerð. Brottfluttir leita upprunans og vilja varðveita menningarlega arfleifð hans, þeir sem í „heimahögunum“ sitja hafa áttað sig á gildi þess sem þeir eru vörslumenn fyrir. Saman vinna allir að einu marki þótt ágreiningur verði stundum um leiðir. Sú grenndarvitund sem hér um ræðir er dreifbýlisvitund í grunninn en eftir því sem kynslóðum á mölinni fjölgar, þéttbýlissamfélagið verður eldra og fjölbreyttara, styrkist einnig grenndarvitund þeirra sem þar búa. Grennd- arvitund er hlutmengi í þjóðarvitund en hún getur einnig haft sín sérkenni og sér- stæði sem þjóðarvitundin sléttar út (Hall, 1992). Einkenni á Íslendingum sem þjóð eru heildareinkenni sem dulið geta margvísleg tilbrigði við sama stef. Sauðfjárhópurinn er einsleitur á að horfa en allir bændur vita að innan hans leynast ótal stofnar sem búa að sérstöku lundarfari og háttalagi hver. Átthagafélögin áttu flest eða öll sitt blómaskeið. Tenging við heimahaga var sterk framan af en síðan tognaði á böndum er kynslóðir gengu fram. Þar með breyttust hlutverk þeirra því tengslin við rótina eru líklega erfiðasta viðfangsefnið á þessu sviði. Menningarleg samvitund íbúa í tiltölulega kyrrstæðum samfélögum fortíðarinnar hvíldi á samleitni samfélagsins og sameiginleg reynsla batt íbúana saman (Hall, 1990). Upp úr því spratt það sem oft er kallað íslensk bændamenning og það var hún sem fyrsta kynslóð brottfluttra tók með sér í þéttbýlið. Þar biðu gjarnan vissir erfiðleikar við að samsama fortíð og nútíð (jafnvel framtíð) með sem átakaminnstum hætti. Í það verkefni var samt hiklaust ráðist eins og sjá má á fjölmörgum stöðum í Lýðmenntun Guðmundar Finnbogasonar (1903) þar sem hann, ungur og gáfaður menntamaður, upprunninn í sveit, mærir menningu aldanna, samvitund hins forna tíma, en hvetur landa sína jafnframt til dáða og umbóta í skóla- og menningarmálum á nýrri öld. Sama varð hlutskipti margra og meðal þeirra áhrifamestu var Jónas Jónsson frá Hriflu. Hugmyndir hans um endurreisn og framtíðarhlutverk sveitanna gengu þó ekki upp, til þess urðu breytingar of hraðfara er leið á öldina og hrikta tók í landið er eitt – samfélagið er breitt/breytt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.