Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Qupperneq 27
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009
bragi gUðmUndsson
27
undirstöðum þeirrar samvitundar sem bundið hafði íbúa einstakra svæða saman. Við-
brögðin urðu um margt fálmkennd. Það fellur ágætlega að þeim orðum Stuarts Hall
að tími sé kominn til að líta fremur á menningarlega samvitund sem framleiðslu eða
þróun en sem safn sameiginlegra staðreynda og reynslu. Við glímum sífelldlega við
að skilgreina okkur, svara því hver við séum, hvað hafi orðið úr okkur og hvað muni
verða. Þar með er bæði sjálfsvitund einstaklinganna og samvitund stærri hópa orðin
framtíðarvæntingar ekkert síður en fortíðargrunnur. Samvitundin blandar saman og
vinnur úr rúminu og tímanum, sögunni og menningunni, sem aftur veldur því að
hún tekur stöðugum breytingum (Hall, 1990; Jensen, 2000). Með sama hætti verður
grenndarvitundin aldrei ein og óbreytt, allra síst á örum þróunarskeiðum, áleitnari er
spurningin um það hvernig birtingarform hennar breytast og hvar áherslurnar liggja
hverju sinni.
umhVErfisVitund
Í Aðalnámskrá grunnskóla, samfélagsgreinar (2007) er umhverfisvitund ein þeirra þriggja
vitunda sem sagt er að mikilvægt sé að börn og unglingar tileinki sér við nám í sam-
félagsgreinum. Þar er hugtakið skilgreint með því að segja að í því felist þekking á um-
hverfinu, umhyggja fyrir því og hæfileikar til að greina samhengi mannlegra athafna
og náttúru.
Maðurinn hefur ætíð borið tilfinningar í brjósti til umhverfis síns. Stundum ósvikna
ást, stundum blendnari tilfinningar, jafnvel hatur. Náttúran setur athöfnum manna
skorður og stundum geta hindranir hennar virst óyfirstíganlegar. Oftar leiðir sambúð
manns og náttúru þó til virðingar hins fyrrnefnda fyrir sköpunarverkinu. Þá virðingu
er ómögulegt að mæla, skynjun verður aldrei í tölum talin. Hún er samt órjúfanlegur
hluti af samsömun manns og náttúru og sterkur hlekkur í sjálfsvitund sem samvit-
und. Nægir þar að benda á aragrúa lausavísna og kvæða af öllum gerðum sem sett
hafa verið saman og gjarnan haldið á lofti, ekki síst í söng. Má þar til dæmis nefna
kvæðin „Yndislega ættarjörð“ eftir Sigurð Jónsson frá Arnarvatni, „Skagafjörður“ eftir
Matthías Jochumsson og „Svarfaðardalur“ eftir Filippíu Kristjánsdóttur, Hugrúnu.
Söngvar af þessu tagi eru vitnisburður um ættjarðarást, trú á heimahagana. Þeir eru
því vel fallnir til að vekja samkennd.
Umhverfisvitund í þeim skilningi sem við þekkjum er oftast rakin til bókarinnar
Silent Spring eftir Rachel Carson, bandarískan líffræðing. Bókin kom út árið 1962 en í
henni gerði Carson skefjalausa eiturefnanotkun í landbúnaði að umtalsefni. Í kjölfarið
efldust náttúruverndarsamtök að miklum mun og er upphaf nútíma náttúruvernd-
arstefnu yfirleitt rakið til nefndrar bókar.
Viðvaranir Carson áttu rétt á sér og tímasetning bókar hennar reyndist hárrétt því
hún fékk athygli fjölmiðla sem almennings. En hvorki í Bandaríkjunum né á Íslandi
var þessi umræða ný. Af íslenskum vettvangi má benda á merka ræðu eins af frum-
kvöðlum skipulegrar náttúruverndar hérlendis, Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings,
sem hann hélt haustið 1949. Þar sagði hann meðal annars: