Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 31

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 31
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 bragi gUðmUndsson 31 sundurleit og þeir myndu seint fallast á að kenningar þeirra falli vel saman. Mér virð- ist þó sem margar hugmyndir þeirra geti nýst við tilraunir til þess að greina svæðisvit- und meðal Íslendinga. Ein hugmynd er sótt í einn stað, önnur í annan. Það er niðurstaða þessara skrifa að gagnlegt og jafnvel nauðsynlegt geti verið að líta á einstök héruð og íbúa þeirra sem nokkurs konar ímynduð samfélög þótt auðvit- að séu persónur og leikendur af holdi og blóði. Sameiginleg skynjun tengir íbúana saman og fær þá til að líta á sig sem hluta af tiltekinni heild. Einstakar byggðir hafa alla tíð verið hlutmengi í öðru stærra og þær hafa fóstrað mismunandi menningu á liðnum öldum. Að sérkennum hennar þarf að leita og hlúa með það að leiðarljósi að efla samvitund íbúanna, gera þá að styrkari og stoltari heild. Af þessu leiðir að hefja þarf kerfisbundnar rannsóknir á samvitund íbúa í byggð- arlögum vítt um land. Slíkar rannsóknir þurfa bæði að vera sögulegar og samtímaleg- ar. Hinar sögulegu geta meðal annars beinst að greiningu á rituðum textum, þær sam- tímalegu að gildismati og viðhorfum. Viðfangsefnin eru óþrotleg og bíða þess eins að verkin tali. Meðal árangurs sem vænta má af slíkum rannsóknum getur sem best orðið skólastarf er tekur betur mið af sögu og sérkennum umhverfis síns en nú er tíðast. Þær rannsóknir sem ég hef kynnt á þessum síðum og reynt að tengja saman ættu að geta orðið vegvísir í leit að byggðarvitund – héraðsvitund – í íslensku samfélagi. Fyrirfram hef ég ekki skýrar hugmyndir um til hvers slík leit muni leiða, hvað ég vænti að sjá (Bragi Guðmundsson, 2002). Uppspretta áhuga míns liggur sjálfsagt að hluta til í uppruna mínum í húnvetnskri sveit, viljinn til þess að halda áfram hefur síðan nærst og styrkst við áralangar rannsóknir og kennslu í grenndarfræðum við kennaradeild Háskólans á Akureyri (Bragi Guðmundsson, 1998, 1999, 2000, 2008). Gjörbreytt búsetulandslag og stóraukin menningarleg fjölbreytni í íslensku samfélagi kallar að mínu viti á grunnrannsóknir á sjálfsvitund einstaklinga og samvitund ólíkra þjóðfélagshópa. Að gerðum slíkum rannsóknum verður íslenskt mennta- og skóla- samfélag betur í stakk búið til þess að mæta ólíkum þörfum og væntingum á þann veg að leiði til meiri farsældar fyrir fleiri. Dagar hins samleita bændasamfélags eru löngu liðnir, framtíð fjölbreytileika og tækifæra blasir við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.