Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 37
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 37
KolBrún Þ. pálsdóttir
Frístundaheimili fyrir 6–9 ára börn
í reykvísku skólastarfi
Frístundaheimili eru rekin við alla grunnskóla í Reykjavík og bjóða upp á vistun og tóm-
stundastarf fyrir börn í 1.– 4. bekk eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. Hér er því haldið
fram að frístundaheimilin hafi veika stöðu í skólakerfinu og á því séu þrjár meginskýring-
ar. Í fyrsta lagi er þetta vegna sögulegrar þróunar frístundaheimila sem hefur valdið rofi í
eðlilegri fagþróun starfsins. Í öðru lagi má leita ástæðna fyrir veikri stöðu frístundaheimila
í núverandi fyrirkomulagi á samstarfi við skólann, sem birtist annars vegar í aðstöðuleysi
starfseminnar og hins vegar í skorti á samræðu milli skóla og frístundaheimila um markmið
og gildi starfsins. Í þriðja lagi skýrir lagaleg þróun að nokkru leyti veika stöðu frístundaheim-
ila. Í dag falla þau ekki undir sérstök lög, en forverar frístundaheimilanna, skóladagheimilin,
féllu undir lög um dagvistarstofnanir. Í greininni er starfsemi frístundaheimila á öðrum Norð-
urlöndum lítillega lýst og greint frá norrænum rannsóknum á samstarfi skóla og frístunda-
heimila. Frístundaheimili á Íslandi hafa hlotið merkilega litla athygli fræðimanna og jafnvel
enn minni athygli íslenskra stjórnvalda. Hugmyndafræði og starfsemi frístundaheimila þarf
að verða sýnilegri á fyrstu stigum skólakerfisins. Setja þarf lög um hlutverk þeirra og mark-
mið, styrkja þarf samstarf við skóla og gera skýrari kröfur um sérhæfða menntun starfsmanna.
inn gang ur
Frístundaheimili Íþrótta- og tómstundasviðs eru starfrækt við alla grunnskóla í
Reykjavík og bjóða þau upp á dagvistun og tómstundastarf fyrir börn í 1.– 4. bekk að
loknum hefðbundnum skóladegi til kl. 17:15. Jafnframt eru heimilin opin alla virka
daga í skólaleyfum frá kl. 8:00–17:15 og í apríl 2008 heimilaði Borgarráð Reykjavíkur
heilsársrekstur frístundaheimila ÍTR (Borgarráð Reykjavíkur, 2008). Frístundaheimilin
eiga rætur að rekja til skóladagheimila sem voru rekin af Dagvist barna og ýmislegt
bendir til þess að þau séu nú í sams konar tilvistarvanda og dagvistarheimilin á 7. og
8. áratug 20. aldar þegar fyrst og fremst var litið á þau sem félagslegt dagvistarúrræði
fyrir foreldra. Ólíkt leikskólanum virðast frístundaheimili og skóladagvistir hér á
landi standa utan við kerfið, um þau gilda ekki sérstök lög, þau starfa ekki samkvæmt
sameiginlegum markmiðum og ekki er krafist fagmenntunar af starfsmönnum. Slíkar
Uppeldi og menntun
18. árgangur 1. hefti, 2009