Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Síða 37

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Síða 37
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 37 KolBrún Þ. pálsdóttir Frístundaheimili fyrir 6–9 ára börn í reykvísku skólastarfi Frístundaheimili eru rekin við alla grunnskóla í Reykjavík og bjóða upp á vistun og tóm- stundastarf fyrir börn í 1.– 4. bekk eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. Hér er því haldið fram að frístundaheimilin hafi veika stöðu í skólakerfinu og á því séu þrjár meginskýring- ar. Í fyrsta lagi er þetta vegna sögulegrar þróunar frístundaheimila sem hefur valdið rofi í eðlilegri fagþróun starfsins. Í öðru lagi má leita ástæðna fyrir veikri stöðu frístundaheimila í núverandi fyrirkomulagi á samstarfi við skólann, sem birtist annars vegar í aðstöðuleysi starfseminnar og hins vegar í skorti á samræðu milli skóla og frístundaheimila um markmið og gildi starfsins. Í þriðja lagi skýrir lagaleg þróun að nokkru leyti veika stöðu frístundaheim- ila. Í dag falla þau ekki undir sérstök lög, en forverar frístundaheimilanna, skóladagheimilin, féllu undir lög um dagvistarstofnanir. Í greininni er starfsemi frístundaheimila á öðrum Norð- urlöndum lítillega lýst og greint frá norrænum rannsóknum á samstarfi skóla og frístunda- heimila. Frístundaheimili á Íslandi hafa hlotið merkilega litla athygli fræðimanna og jafnvel enn minni athygli íslenskra stjórnvalda. Hugmyndafræði og starfsemi frístundaheimila þarf að verða sýnilegri á fyrstu stigum skólakerfisins. Setja þarf lög um hlutverk þeirra og mark- mið, styrkja þarf samstarf við skóla og gera skýrari kröfur um sérhæfða menntun starfsmanna. inn gang ur Frístundaheimili Íþrótta- og tómstundasviðs eru starfrækt við alla grunnskóla í Reykjavík og bjóða þau upp á dagvistun og tómstundastarf fyrir börn í 1.– 4. bekk að loknum hefðbundnum skóladegi til kl. 17:15. Jafnframt eru heimilin opin alla virka daga í skólaleyfum frá kl. 8:00–17:15 og í apríl 2008 heimilaði Borgarráð Reykjavíkur heilsársrekstur frístundaheimila ÍTR (Borgarráð Reykjavíkur, 2008). Frístundaheimilin eiga rætur að rekja til skóladagheimila sem voru rekin af Dagvist barna og ýmislegt bendir til þess að þau séu nú í sams konar tilvistarvanda og dagvistarheimilin á 7. og 8. áratug 20. aldar þegar fyrst og fremst var litið á þau sem félagslegt dagvistarúrræði fyrir foreldra. Ólíkt leikskólanum virðast frístundaheimili og skóladagvistir hér á landi standa utan við kerfið, um þau gilda ekki sérstök lög, þau starfa ekki samkvæmt sameiginlegum markmiðum og ekki er krafist fagmenntunar af starfsmönnum. Slíkar Uppeldi og menntun 18. árgangur 1. hefti, 2009
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.