Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 43

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 43
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 43 kolbrÚn Þ. pálsdóttir fyrir foreldra. Börnin höfðu þá æft leikþætti, söng og dans með aðstoð starfsmanna (Matthildur Guðmundsdóttir munnleg heimild, 30. maí 2008). Hinsvegar er ljóst að áhugi skólayfirvalda á verkefninu fór þverrandi eftir því sem árin liðu sem meðal ann- ars birtist í því að litlu fjármagni var varið til þess. Þó að meirihluti skólastjórnenda hefði verið hlynntur verkefninu um heilsdags- skóla stóð ávallt nokkur styr um það hvort verkefnið ætti að vera á ábyrgð skólanna. Án efa hafa ýmsir erfiðleikar við framkvæmdina, svo sem mannekla og skortur á fag- menntuðu fólki, haft þar sitt að segja. Umsýsla í kringum reksturinn, fjármál, innkaup, umsjón með starfsmannamálum og innra starfi skóladagvistanna, hefur án efa aukið álag á stjórnendur grunnskólanna, en þó má geta þess að skólastjórar fengu viðbót- arlaunagreiðslu vegna þessa verkefnis. Einnig má ljóst vera að metnaðarfull áform Árna Sigfússonar um samstarf skólanna við einkaskóla, svo sem tónlistarskóla, dans- skóla og aðrar tómstundastofnanir, urðu ekki að veruleika nema að takmörkuðu leyti. Eins og fram hefur komið var fljótlega hætt að tala um heilsdagsskóla og við tóku hugtök á borð við lengd viðvera, skóladagvist eða í daglegu tali „gæsla“. Hugmyndin um fjölþættan skóla allan daginn þar sem fjölbreytt tómstundastarf í bland við frjálsan leik tæki við að loknum hefðbundnum skóladegi undir stjórn fagfólks (kennara) varð því ekki að veruleika. Skóladagvistirnar urðu að einhverju leyti hornrekur innan skól- ans. Því er skiljanlegt að leitað hafi verið nýrra leiða til að efla innra starfið og auka möguleika barna á að taka þátt í fjölbreyttu tómstundastarfi eftir að skóla lyki. Á ný varð umfangsmikil breyting, annað svið innan Reykjavíkurborgar tók við rekstrinum, starfsmannahaldi og innra skipulagi þjónustunnar. Frístundaheimili ÍTR frá 2004 Veturinn 2000–2001 hófst tilraunaverkefni í Breiðholti, að frumkvæði nefndar sem starfaði á vegum borgarstjórnar, þar sem Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborg- ar (ÍTR) tók að sér rekstur skóladagvistanna við fjóra grunnskóla. Helstu rök fyrir flutningi þjónustunnar voru þau að ÍTR sérhæfði sig í þjónustu á sviði frítímans, að betur myndi ganga að samþætta starfsemi ólíkra tómstundatilboða undir stjórn ÍTR, og að skilja þyrfti betur á milli skóla og frítíma barnanna (Borgarráð Reykjavíkur, 2002; Starfshópur borgarráðs um skóladagvist, 2002). Markmiðið var m.a. að byggja upp frístundaheimili að norrænni fyrirmynd. Sú hugmynd að ÍTR tæki við rekstri skóladagvistanna var ekki úr lausu lofti gripin. Hefð var fyrir samstarfi milli Íþrótta- og tómstundasviðs og Fræðslumiðstöðvar um rekstur félagsmiðstöðva í sumum skól- um borgarinnar, rekstur sumarskóla fyrir 6–9 ára börn í nokkrum grunnskólum árin 1995–1998, og síðast en ekki síst stóð ÍTR að uppbyggingu félags- og tómstundastarfs fyrir börn og ungmenni í borginni. Þá hafði ÍTR rekið tómstundaheimili fyrir 6–9 ára börn í Árseli um nokkurra ára skeið í samstarfi við Árbæjarskóla. Rekstur frístunda- heimilanna í Breiðholti þótti takast vel og árið 2001 ákvað borgarstjórn Reykjavíkur að færa rekstur lengdrar viðveru/skóladagvistar alfarið undir stjórn ÍTR í þremur skrefum á árunum 2001–2004. Enn á ný urðu því miklar breytingar á rekstrarformi þjónustunnar og verkefnið færðist úr einum ranni í annan, þó án þess að nokkuð ann- að hefði breyst, svo sem lagarammi, aðstaða eða þá að ný fagstétt væri komin til þess
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.