Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Side 46

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Side 46
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200946 frístUndaheimil i fyrir 6–9 ára börn í reykvískU skólastarfi boða fyrir hópastarf frístundaheimilis (Kolbrún Þ. Pálsdóttir, 2006). Skortur á rými innan skólanna verður í sumum tilfellum til þess að frístundaheimilinu er úthlutað aukarými sem e.t.v. er ekki talið heppilegt til kennslu. Má nefna kjallararými ýmiss konar, aðstöðu í matsal og eldri hús á lóð skóla. Einnig hefur í einstaka tilfelli þurft að leigja húsnæði utan við skólann (Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar, 2008). Þessi þróun er athyglisverð í ljósi þess að nægilegt rými reynist vera fyrir öll börn skólans á meðan á skólahaldi stendur og ætla mætti að nægilegt rými væri þá fyrir starf frístundaheimilis, þegar meirihluti nemenda hefur farið heim. Staðreyndin er hins vegar sú að erfitt hefur reynst að fá leyfi til að nýta kennslustofur fyrir starfið á frístundaheimilinu og fyrir því má finna a.m.k. þrjár ástæður. Sú fyrsta er sú að eftir einsetningu skólanna hurfu sameiginleg vinnurými að mestu og kennurum var gert að nýta kennslustofur sínar sem vinnusvæði og til undirbúnings eftir að kennslu lyki (Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, 2002). Þar sinna þeir sínum undirbúningi og frágangi fyrir kennslu næsta dags, samráði við foreldra og öðrum starfsskyldum sínum. Því þarf að vera hægt að grípa til sérstakra ráðstafana og veita kennurum viðunandi vinnuað- stöðu sé nauðsynlegt að nýta kennslustofur fyrir starfsemi frístundaheimilis. Önnur skýringin á erfiðleikum í samnýtingu húsnæðis tengist þætti af öðrum toga, nefnilega fyrirkomulagi ræstinga í skólunum. Frá árinu 1997 hafa reykvískir skólastjórnendur haft heimild til að ráða inn skólaliða en starf þeirra felst m.a. í síræstingu skólans á dagvinnutíma. Á starfstíma frístundaheimilis er því oft verið að þrífa kennslustofur, matsali og önnur svæði skólans, en það skapar mikið óhagræði fyrir starfsemina þar sem svæði losna ekki fyrr en á ákveðnum tímum og ef til vill löngu eftir að börn- in eru komin á frístundaheimilið. Ástæðan fyrir framangreindu fyrirkomulagi er án efa sparnaður, en flestir ættu að vera sammála um að þrif á skólahúsnæði megi ekki standa í vegi fyrir starfi og leik barnanna á frístundaheimilinu og eðlilegri nýtingu á skólahúsnæðinu. Þriðja ástæðan fyrir því hve erfitt hefur reynst að samnýta vinnusvæði og kennslu- stofur er ágreiningur um nýtingu á leikefnum og eigum skólans á svæðum sem eru nýtt bæði af skóla og frístundaheimili (Kolbrún Þ. Pálsdóttir, 2006). Höfuðatriðið er að reksturinn tilheyrir tveimur ólíkum stofnunum sem þiggja fjárveitingu úr borgarsjóði hvor í sínu lagi og því er ef til vill eðlilegt að hvor haldi vel utan um sitt. Hér skiptir samstarf viðkomandi starfsmanna (kennara og leiðbeinanda á frístundaheimili) miklu, svo sem um umgengni í stofu og samnýtingu á eigum (litum, blöðum, spilum og þess háttar). Dæmi má finna um farsælt samstarf þar sem starfsmenn hafa farið í sameig- inleg innkaup og skipulagt leik- og vinnusvæði sem nýtast yngri nemendum vel bæði á skólatíma og á frístundaheimilinu (Steingerður Kristjánsdóttir munnleg heimild, 14. október 2008). Mætti líta á slíkt samstarf sem sóknarfæri til þess m.a. að bæta að- stöðu þar sem fé til innkaupa kæmi frá tveimur stofnunum í stað einnar. Ýmislegt bendir til þess að skilin á milli skólastarfs og tómstundastarfs séu ekki eins skörp og ætla megi. Sú þróun sem orðið hefur á vinnudegi 6–9 ára barna bendir til þess að huga þurfi vel að samstarfi kennara og tómstundaleiðbeinenda í náinni framtíð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.