Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Side 48

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Side 48
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200948 frístUndaheimil i fyrir 6–9 ára börn í reykvískU skólastarfi vísirinn að formlegu samráði starfsmanna stofnananna um þjónustuna. Niðurstaðan er því sú að við rannsókn á núverandi fyrirkomulagi á samstarfi frístundaheimila og skóla kemur greinilega í ljós að hugmyndafræði frístunda fær lítið svigrúm til að eflast og vaxa í eðlilegu samspili við hugmyndafræði kennslufræða. Enn er starfsemi frístundaheimila hornreka innan skólakerfisins. þróun laga Þriðju meginskýringuna á veikri stöðu frístundaheimila í uppeldis- og skólakerfinu er að finna í þróun laga um dagvistun fyrir skólabörn. Ekki gilda sérstök lög um starf- semi frístundaheimila, hvorki um aðbúnað, starfsfólk né markmið. Hins vegar féllu forverar þeirra, skóladagheimilin, undir lög um dagvistarstofnanir eins og dagheimili fyrir yngri börn. Með flutningi þjónustunnar inn í skólana árið 1993 giltu ekki lengur sérstök lög um fyrirkomulag dagvistunar skólabarna og ekki var lengur gerð krafa um fagmenntun starfsmanna. Hér verður nánar fjallað um lagaþróun þá sem snertir starfsemi dagvistunar fyrir skólabörn; fyrst er rætt um lög um dagvistarstofnanir, þá lög um grunnskóla og að síðustu æskulýðslög. Árið 1973 voru sett lög um hlutdeild ríkisins í byggingu og rekstri dagvistarheimila en í þeim fólst m.a. að ríkið tók á sig helming stofnkostnaðar og hluta rekstrarkostn- aðar. Lög um dagvistarstofnanir voru síðan samþykkt á Alþingi árið 1976 og ábyrgð á rekstrinum fluttist til sveitarfélaga sem skyldu styrkja starfsemi dagheimila og skóla- dagheimila. Þar segir í 1. gr.: „Markmið með starfsemi dagvistarheimila er að gefa börnum kost á að njóta handleiðslu sérmenntaðs fólks í uppeldismálum og búa þeim þau uppeldisskilyrði er efli persónulegan og félagslegan þroska þeirra.“ Gert var ráð fyrir 20 börnum á aldrinum 6−12 ára að hámarki á hverri deild og að þar störfuðu tveir starfsmenn (Reglugerð um dagvistarheimili fyrir börn, 1977). Árið 1981 var samþykkt breyting á lögunum sem fól í sér að menntamálaráðuneytið skyldi vinna að gerð upp- eldisáætlunar fyrir dagvistarstofnanir. Uppeldisáætlun fyrir dagvistarheimili leit dagsins ljós árið 1985 og var faglegt stefnuplagg fyrir dagheimili jafnt sem skóladagheimili, þótt sjónum hafi ekki sérstaklega verið beint að skóladagheimilum. Lög um grunnskóla voru endurskoðuð árið 1995, – skömmu eftir að heilsdagsskól- inn tók til starfa í stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjavík – og með þessum lögum var starfsemi grunnskóla færð í hendur sveitarfélaga. Þar segir í 27. grein að skólar „geti boðið grunnskólanemendum lengda viðveru utan daglegs kennslutíma“ (Lög um grunnskóla, 1995). Enn fremur segir í 34. gr. laganna að í öllum grunnskólum skuli nemendum gefinn kostur á að taka þátt í tómstunda- og félagsstarfi á vegum skólans. Tekið er fram að tómstunda- og félagsstarf geti bæði verið liður í daglegu starfi og farið fram utan venjulegs skólatíma. Þessi ákvæði eru í gildi enn í dag og tóku engum breytingum við endurskoðun grunnskólalaga 2007. Í Aðalnámskrá grunnskóla kem- ur ekki fram með hvaða hætti eigi að skipuleggja lengda viðveru, hver ættu að vera markmið slíks starfs né hvaða starfsmenn eigi að bera ábyrgð á því (Menntamálaráðu- neytið, 2006a). Þá er ekki rætt um skipulag annars tómstunda- og félagsstarfs sem þó á að bjóðast nemendum lögum samkvæmt í öllum skólum. Hér virðist því alfarið litið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.