Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Side 49

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Side 49
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 49 kolbrÚn Þ. pálsdóttir fram hjá starfsemi frístundaheimila og skóladagvista sem þó er nú almennt talin til grundarvallarþjónustu í hverju sveitarfélagi. Á þessu hljóta að verða umbætur eigi að gera kröfur um aukna fagmennsku og fagþróun í starfsemi frístundaheimila. Lög um æskulýðsstarfsemi voru endurskoðuð og gefin út í breyttri mynd árið 2007, en höfðu þá staðið óbreytt frá árinu 1970. Í 2. gr. segir að lögin taki m.a. til „æskulýð- sstarfs á vegum sveitarfélaga og ríkis og í skólum, að svo miklu leyti sem við á og önn- ur lög og aðrar reglur gilda ekki um“. Þótt ekki sé minnst á frístundaheimili, skóla- dagvistir eða lengda viðveru má því ætla að slík starfsemi falli undir þessi lög. Í 1. grein kemur fram að: [m]eð æskulýðsstarfi er átt við skipulagða félags- og tómstundastarfsemi þar sem börn og ungmenni starfa saman í frístundum sínum að hugsjónum, markmiðum og áhuga- málum sem þau sjálf meta að verðleikum. Í skipulögðu æskulýðsstarfi skal hafa í huga félags-, forvarna-, uppeldis- og menntunarlegt gildi þess sem miðar að því að auka mannkosti og lýðræðisvitund þátttakenda. Í öllu starfi með börnum og ungmennum skal velferð þeirra höfð að leiðarljósi og þau hvött til frumkvæðis og virkrar þátttöku. Lögin miðast við æskulýðsstarf fyrir börn og ungmenni, einkum á aldrinum 6–25 ára. (Æskulýðslög nr.70/2007) Af framangreindu má ljóst vera að löggjafinn lítur svo á að skipulagt æskulýðsstarf geti haft mikið gildi fyrir æsku landsins. Nefndar eru þær hugsjónir sem stefnt skuli að, svo sem að starfið taki mið af áhugamálum barnanna og að það skuli miða að efl- ingu mannkosta og aukinni lýðræðisvitund, sem sannarlega eru lofsverð markmið. Þessum markmiðum er ekki lýst nánar í reglugerðum, lögin eru ákaflega víðtæk og því erfitt að meta hvenær æskulýðsstarf samræmist þeim. Eitt grundvallaratriðið í þróun fagstarfs á þessu sviði er að tryggja að starfsmenn sem leiða starfið hafi hlotið menntun sem tryggi að þeir búi yfir nægri þekkingu á þroska og uppeldi barna. Ein ástæða þess að frístundaheimilin standa höllum fæti í skólakerfinu er sú staðreynd að stjórnvöld gera ekki sérstakar menntunarkröfur til starfsmanna þeirra. Samkvæmt íslenskum lögum um dagvistarstofnanir frá 1976 (Lög um dagvistarheimili, 1976) átti að ráða fóstrumenntaða einstaklinga (nú leikskólakenn- ara) til starfa á skóladagheimilum. Löggjafinn hafði því fyrir ríflega 30 árum skýrari sýn á það hvaða fagmenntun, þ.e. menntun úr Fósturskóla Íslands, væri nauðsynleg til að uppfylla kröfur um gæði skóladagheimila og til að tryggja fagleg vinnubrögð. En hvað segir í nýlega endurskoðuðum æskulýðslögum frá 2007 um menntun starfs- manna í skipulögðu æskulýðsstarfi? Í lögunum er einungis tiltekið að „ … þeir sem starfa með eða hafa umsjón með börnum og ungmennum í æskulýðsstarfi séu lög- ráða og hafi þjálfun, menntun, þekkingu eða reynslu til starfsins“ (10.gr.). Hafa ber í huga að æskulýðslögin eiga að ná yfir mjög breytt svið: allt æskulýðsstarf með 6−25 ára börnum og ungmennum. Í því ljósi er eðlilegt að ekki sé hægt að ætlast til þess að allir leiðbeinendur uppfylli ákveðin skilyrði um menntun, óháð því hvort um sé að ræða starf ólaunaðs hópstjóra í skátastarfi, þjálfara í hlutastarfi hjá íþróttafélagi eða starfsmann sveitarfélags á frístundaheimili svo dæmi séu tekin. Þetta undirstrikar þörfina á sérstakri löggjöf um starfsemi frístundaheimila. Sé litið til nágranna okkar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.