Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Qupperneq 52

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Qupperneq 52
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200952 frístUndaheimil i fyrir 6–9 ára börn í reykvískU skólastarfi endur uppfylla hluta vinnuskyldu sinnar innan skólanna. Þeir skipuleggja lífsleikni, vettvangsferðir og óhefðbundin verkefni í skólastarfinu í samstarfi við kennarann, sem ber ábyrgð á formlegum námslegum þáttum og kennslu undirstöðugreina (All- erup o.fl., 2003; Calander, 2000). Rannsóknir á starfsemi frístundaheimila Eins og kom fram í upphafi þessarar greinar hafa engar rannsóknir verið birtar um starfsemi frístundaheimila hérlendis og verður því fjallað hér um rannsóknir frá öðr- um Norðurlöndum, einkum Danmörku og Svíþjóð. Markmiðið er ekki að gefa tæm- andi yfirlit yfir allar rannsóknir á þessu sviði, heldur fyrst og fremst að nefna dæmi um rannsóknir er beinast að því að skoða samstarf skóla og frístundaheimila og upp- lifun barna á vinnudegi sínum. Rannsóknir sýna að gjöfult samstarf kennara og tóm- stundaleiðbeinenda skilar sér í betri árangri í skólastarfi, fjölbreyttari verkefnum og ánægðari börnum (Hviid, 1999; Johansson og Ljusberg, 2004). Sænsk rannsókn bendir til þess að hugmyndafræði skólans hafi tilhneigingu til að taka yfir hugmyndafræði frístundaheimilisins, og að í mörgum skólum þar sem frístundaleiðbeinendur hafa verið ráðnir inn í skólana missi þeir faglegt sjálfstæði og verði smættaðir í „aðstoð- armenn“ kennaranna (Calander, 2000). Þetta eru umhugsunarverðar niðurstöður og skýra ef til vill að hluta þá orðræðu sem greina má í Húsnæðis- og rekstrarsamn- ingi ÍTR og Menntasviðs, þar sem starfsemi á frístundaheimilinu er gert að lúta sömu reglum og kröfum og gerðar eru í skólastarfinu. Í Danmörku hefur skóladagur barna lengst með sama hætti og hér á landi. Danskir sálfræðingar hafa rannsakað áhrif hins lengda skóladags á líðan og viðhorf barna til skóladagsins og helstu niðurstöður eru þær að lengri skóladagur geri auknar kröfur til yngstu skólabarnanna hvað varðar aukinn sjálfsaga, færni í samskiptum og að upp- fylla námskröfur (Raymond og Schoug Larsen, 2002). Sálfræðingarnir komust einnig að þeirri niðurstöðu að langur skóladagur fæli í sér kosti og galla. Kostirnir eru þeir að hægt er að vinna að fjölbreyttari verkefnum og auka fagmennsku í kennslunni, en gallarnir eru þeir að barnið eyðir meiri tíma í starfi sem er stýrt af fullorðnum, og þarf sífellt að leitast við að geðjast hinum fullorðna og gera það sem því er sagt að gera. Jafnframt leiddi rannsóknin í ljós að kennarar höfðu tilhneigingu til stýrðra kennsluhátta þó að lagt væri upp með að brjóta skóladaginn upp með vinnustundum þar sem frumkvæði og virkni barnsins nyti sín. Raymond og Schoug Larsen rannsök- uðu jafnframt viðhorf barnanna sjálfra og komust að því að börnin lögðu mest upp úr félagslegum samskiptum og vináttu sem einmitt vill verða undir í hinu skipulagða starfi (Raymond og Schoug Larsen, 2002). Þá benda niðurstöður þeirra til þess að börn myndi annars konar tengsl við frístundaleiðbeinendur en kennara og tengi oftar já- kvæðar upplifanir og ánægjuleg samskipti við frístundaleiðbeinendur. Liggur beint við að tengja þá niðurstöðu þeirri staðreynd að verkefnin sem frístundaleiðbeinand- inn sinnir eru frekar „skemmtilegu“ verkefnin: hann þarf sjaldnar að fá börnin til að fylgja leiðbeiningum sínum eða sitja kyrr í sætum sínum svo dæmi séu nefnd. Framangreindar rannsóknir hafa jafnframt leitt í ljós að börn fá tækifæri til að nýta styrkleika sína og fá útrás fyrir þörf á skapandi leik og tjáningu í starfi frístunda-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.