Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Síða 54
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200954
frístUndaheimil i fyrir 6–9 ára börn í reykvískU skólastarfi
ingar, opinn skóli, heildstæð skólastefna, einstaklingsmiðað skólastarf – þessi hugtök
eru fag- og áhugafólki um skólamál að góðu kunn og standa fyrir þær helstu stefnur
sem einkenna eiga íslenska grunnskóla, þótt ekki séu allir á eitt sáttir um hvernig eigi
að ná þeim markmiðum sem hugtökin standa fyrir. Víða á Norðurlöndum starfa frí-
stundaleiðbeinendur samhliða kennurum innan skólans og rannsóknir benda til þess
að slíkt fyrirkomulag efli fjölbreytni kennsluaðferða og auki vellíðan barna.
Skipulag ÍTR á rekstri frístundaheimila í Reykjavík, svo sem gott samstarf milli
hverfa og frístundaheimila, öflug fræðsla fyrir starfsmenn og útgáfa fræðslu- og kynn-
ingarefnis, bendir til þess að mikill áhugi og metnaður sé fyrir áframhaldandi upp-
byggingu fagstarfs meðal starfsmanna. Hinsvegar virðast húsnæðismál frístunda-
heimila víða vera skipulögð með óviðunandi hætti. Í 10. gr. æskulýðslaga segir:
„Standi ríki, sveitarfélag eða aðrir aðilar fyrir starfsemi sem fellur undir lög þessi skal
þess gætt að hún uppfylli lög og reglur um aðgengi, aðstöðu, hollustuhætti og ör-
yggisþætti.“ (Æskulýðslög, 2007). Brýnt er að stjórnvöld beiti sér til að tryggja megi
fullnægjandi aðstöðu fyrir starfsemina, innan eða utan skólans. Standi vinnuaðstaða
kennara í vegi fyrir eðlilegri nýtingu á skólahúsnæðinu er eðlilegt að leitað sé lausna.
Til að mynda má benda á að í Finnlandi sinna kennarar gjarnan undirbúningi sínum
heima við eftir að kennslu lýkur, og hafa ekki bundna viðveru fram eftir degi í skól-
anum eins og íslenskir starfsbræður þeirra (Hafsteinn Karlsson, 2007). Fáist ekki við-
unandi aðstaða fyrir starfsemi frístundaheimilis innan skólanna þurfa ráðamenn að
horfa til þess möguleika að fjármagna sérstakt húsnæði undir reksturinn. Ekki má það
gerast í þriðja sinn að breytingar verði á rekstrinum án þess að reynsla og þekking
starfsmanna sé nýtt áfram. Tryggja verður að sú reynsla sem starfsmenn ÍTR búa yfir
verði nýtt til að þróa starfið og að markmið og gildi frístundafræðinnar verði ríkjandi
innan frístundaheimilisins. Mikilvægt er að stjórnendum skóla og frístundaheimila
verði gert kleift að ráða hæfa einstaklinga í fullt starf og að börnin njóti samfelldrar
og faglegrar umönnunar allan sinn vinnudag, bæði í skóla og í frístundum. Huga þarf
sérstaklega að því hvaða kröfur um menntun eru gerðar til starfsmanna á frístunda-
heimilum og hvernig ráðamenn geti sem best tryggt að boðið verði upp á nám við
hæfi í samstarfi við háskólana.
Miðað við það hvað íslenskt uppeldisstarf hefur sótt margt í skipan mála á Norður-
löndunum liggur beint við að horfa þangað, bæði hvað varðar markmið, fyrirkomulag
og kröfur um fagmennsku. Á flestum Norðurlandanna hafa verið sett sérstök lög um
starfsemi frístundaheimila og skóladagvista og þar býðst börnum úr 5.–7. bekk jafn-
framt aðgangur að frístundaklúbbum. Í Danmörku og Svíþjóð hefur starf frístunda-
leiðbeinenda þróast samhliða þróun kennarastarfsins, og þar er hlutverk frístunda-
leiðbeinandans mikilvægt í skóladegi barna. Niðurstöður erlendra rannsókna sýna
að frístundaleiðbeinendur geti gegnt mikilvægu hlutverki í námi og þroska barna,
ekki síst þeirra barna sem eiga erfitt með að uppfylla námskröfur. Þá hafa norrænar
rannsóknir sýnt að dvöl á frístundaheimili getur auðveldað barninu aðlögun að nýju
umhverfi og að mikilvægt sé að efla samstarf frístundaheimilis við skóla og leikskóla
um móttöku og aðlögun leikskólabarna. Hér á landi hefur verið lögð vaxandi áhersla
á samstarf leik- og grunnskóla (Jóhanna Einarsdóttir, 2007; Menntamálaráðuneytið,