Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 61
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 61
Hafdís guðjónsdóttir
jóHanna Karlsdóttir
„Látum þúsund blóm blómstra“
Stefnumörkun um skóla án aðgreiningar
Rannsókninni sem hér verður greint frá er ætlað að varpa ljósi á stefnu skóla og yfirlýsingar
skólayfirvalda um skóla án aðgreiningar út frá alþjóðlegum samþykktum, íslenskum lögum
um grunnskóla og aðalnámskrá grunnskóla. Markmið rannsóknarinnar var að skoða stöðuna
hérlendis og bera hana saman við stefnu og rannsóknir erlendis um skóla án aðgreiningar
til að styrkja umræðu og stefnumörkun í þessum efnum. Upplýsingaöflun fólst í því að skoða
stefnuskjöl fjögurra fjölmennustu sveitarfélaga landsins á heimasíðum þeirra og heimasíður
68 grunnskóla í þessum sveitarfélögum. Helstu niðurstöður eru þær að einungis fjórðungur
skólanna birtir stefnu um skóla án aðgreiningar en mun fleiri, eða ríflega helmingur, er með
stefnu um sérkennslu, sérdeildir og námsver af ýmsu tagi.
inn gang ur
Íslenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Í því sam-
bandi má nefna tækniþróun, upplýsingastreymi, aukið aðgengi að menntun, fjöl-
breyttari störf og að fólki af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið hér á landi. Þrátt
fyrir breytingar á samfélaginu er erfitt að breyta hefðbundnum skilningi á námi og
kennslu og þar með skólastarfi. Viðhorf samfélagsins til skólans breytast hægt, svo og
skipulag skólastarfs, og rannsóknir á því eru yfirleitt hefðbundnar (Lankshear, Gee,
Knobel og Searle, 1997).
Fullan (1993) hefur rannsakað þróunarstarf í skólum vítt og breitt um Bandaríkin
og Kanada og komist að þeirri niðurstöðu að jafnvel skólar sem tóku hugmyndum
um breytingar fagnandi hafi átt erfitt með að þróa skólastarf og ekki síður að viðhalda
þeim breytingum sem átt hafa sér stað. Hann telur að skólarnir og starfið sem þar fer
fram séu á byrjunarreit í þeirri viðleitni að mæta þörfum allra nemenda (Fullan, 1993,
1999). Hugmyndir um menntun án aðgreiningar (e. inclusive education) eru viðbrögð
við margbreytileika nemenda og kröfunni um að þróa fjölbreytt skólastarf sem kemur
til móts við alla nemendur.
Í þessari grein fjöllum við um stefnu grunnskóla um menntun án aðgreiningar í
ljósi skólanámskráa og skipulags skólastarfs og er hún byggð á rannsókn sem fólst í
Uppeldi og menntun
18. árgangur 1. hefti, 2009