Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Qupperneq 63

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Qupperneq 63
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 63 hafdís gUðJónsdóttir, Jóhanna karlsdóttir (Meijer, 2003). Þegar byggt er á hugmyndum um skóla án aðgreiningar er ekki ein- ungis verið að ræða um staðsetningu heldur einnig skipulag skólastarfs. Á alþjóðlegri ráðstefnu Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) í Dakar árið 2000 var samþykkt yfirlýsing um menntun fyrir alla (Menntamálaráðu- neytið, 2002). Yfirlýsingin samanstendur af sex markmiðum sem hverju þátttökulandi var gert að skilgreina hvernig það áætlaði að ná fyrir árið 2015. Samkvæmt mark- miðunum skal meðal annars stefnt að því að öll börn ljúki góðri grunnskólamenntun og að námsþörfum þeirra sé mætt með jöfnu aðgengi að námi við hæfi. Hvað Ísland varðar skilaði nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins skýrslu árið 2002 um stöðu mála á Íslandi og til hvaða aðgerða þyrfti að grípa. Þar kemur fram að gert sé ráð fyrir að grunnskólinn starfi án aðgreiningar en um leið er þess getið að starfandi séu bæði sérskólar og sérdeildir á landinu. Fjallað er um börn af erlendum uppruna og nauðsyn þess að bregðast við sérþörfum þeirra, en athyglisvert er að minna er fjallað um nem- endur sem þurfa stuðning eða breytingar á námsaðstæðum (Menntamálaráðuneytið, 2002). Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur haldið áfram að þróa hug- myndir um menntun án aðgreiningar og finna má ábendingar eða leiðarvísa fyrir samfélög og skóla á heimasíðu stofnunarinnar. Þar er lagt til að skóli án aðgreiningar hafi heildstæða sýn á nemandann, sem byggist á styrkleika hans og fjölbreytt úrræði innan almenna skólans. Þegar nemendur eru í umhverfi sem gefur kost á sameigin- legu námssamfélagi, fullgildri náms- og félagslegri þátttöku og veitir þeim jafngild tækifæri til náms og þroska, má búast við góðum skóla og góðri menntun (UNESCO, 2008). Staðan í Evrópu Árið 2002 var gerð rannsókn á sérkennslu í 18 löndum Evrópu á vegum Evrópumið- stöðvar fyrir þróun í sérkennslu (European Agency for Development in Special Needs Education) að beiðni Evrópusambandsins (ESB). Löndin sem tóku þátt í rannsókninni voru flest í ESB en auk þeirra tóku Noregur, Sviss og Ísland þátt í henni. Niðurstöð- ur bentu til þess að í öllum löndum ESB væri stefnt að skóla án aðgreiningar. Það væri helst gert með því að leggja áherslu á að veita umsjónarkennurum stuðning með auknum mannafla, námsefni, námskeiðum og náms- og kennslugögnum. Skilgrein- ing og útfærsla landanna á skóla og námi án aðgreiningar og sérkennslu er þó um margt ólík (Meijer, Soriano og Watkins, 2003). Árið 2003 gaf Evrópumiðstöðin um þróun í sérkennslu út leiðbeinandi ábendingar til stjórnvalda um stefnumótun í sérkennslu. Þær voru unnar úr upplýsingum sem höfðu safnast í gegnum árin með margs konar rannsóknarvinnu í þeim löndum sem standa að miðstöðinni. Ábendingarnar eru eftirfarandi: Lagarammar þurfa að styðja við menntun án aðgreiningar.1. Úrræði sem eru í boði, eða þróuð, eiga að styðja við menntun án aðgrein-2. ingar. Fyrirkomulag sérkennslu þarf að vera þannig að það endurspegli ábyrgð, 3. því sé hægt að framfylgja og að hægt sé að meta árangur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.