Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Side 69
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 69
hafdís gUðJónsdóttir, Jóhanna karlsdóttir
sem það orðalag er notað. Það sem einkennir hana er að áhersla er lögð á að grunn-
skólinn sé fyrir öll börn sem hafi jöfn tækifæri til náms og eigi rétt á að stunda nám
í heimaskóla. Jafnframt er getið um sérdeildir og sérskóla, en foreldrar hafa val um
almennan skóla, sérdeild eða sérskóla fyrir börn sín. Þetta er í samræmi við lög um
grunnskóla nr. 91/2008, þar sem annars vegar er kveðið á um skóla án aðgreiningar og
hins vegar sérdeildir og sérskóla. Sveitarfélagið ætti því að vera vel í stakk búið til að
framfylgja nýrri löggjöf. Tekið er fram í stefnu þessa sveitarfélags að jafnréttis sé gætt
í öllu starfi grunnskóla og unnið eftir mannréttindastefnu sveitarfélagsins.
Tvö sveitarfélaganna nota ekki orðalagið skóli án aðgreiningar en fram kemur í
stefnu þeirra að áhersla sé lögð á að allir nemendur hafi aðgang að alhliða menntun og
leggja beri áherslu á heildarþroska einstaklingsins. Í þessum sveitarfélögum er lögð
áhersla á fjölbreytni í námi og jöfn tækifæri til náms, líðan nemenda er áhersluatriði
og orðið gleði notað í því sambandi í stefnu annars þeirra. Margir aðilar sem standa að
skólasamfélaginu komu að stefnumótun skólamála í báðum þessum sveitarfélögum
og er hún ítarleg. Í öðru þeirra er mun meiri áhersla lögð á atriði sem varða umgjörð
skólanna en minni áhersla á innra starf skólanna og stefnu. Hitt sveitarfélagið leggur
áherslu á fleiri gildi en þekkingu sem mikilvæg áhersluatriði í skólastefnu sinni og
eru virðing og vellíðan m.a. tiltekin í henni. Bæði sveitarfélögin leggja áherslu á tengsl
skóla við nærumhverfi og menningu í sveitarfélaginu.
Stefna skóla
Samkvæmt markmiðum rannsóknarinnar er stefna skóla um skóla án aðgreiningar
skoðuð í ljósi stefnu skólamálayfirvalda og alþjóðlegra samþykkta. Hugmyndir um
skóla án aðgreiningar, og sérstaklega hið kennslufræðilega sjónarhorn, voru lagðar til
grundvallar við túlkun gagna. Hér á eftir fer samantekt á greiningu og túlkun þeirra
gagna sem aflað var af heimasíðum 68 grunnskóla. Alls birtu 52 skólar í sveitarfélög-
unum fjórum skólastefnu á heimasíðu sinni þegar gagnaöflunin fór fram vorið 2008.
Skólastefna fannst ekki hjá 16 grunnskólum. Til nánari skýringa á niðurstöðum eru
tekin dæmi um stefnu skóla og í nokkrum tilfellum lýsingar á framkvæmd sem skýra
nánar hvað felst í hugtakinu skóli án aðgreiningar hjá viðkomandi skólum.
a) Almenn stefna skóla
Stefna skóla birtist með mjög mismunandi hætti hvað framsetningu og áherslur varðar.
Bein tengsl og tilvísun í skólastefnu sveitarfélags er ekki víða að finna en þó er vísað til
skólastefnu sveitarfálagsins í nokkrum skólum, sérstaklega í einu sveitarfélaganna. Þá
er vísað til stefnu þess í fræðslumálum og tekið fram að unnið sé samkvæmt áherslu-
atriðum hennar. Nám við hæfi hvers og eins er alloft nefnt og dæmi um framkvæmd,
aðferðir og leiðir eru tekin í því sambandi. Dæmi um þetta er eftirfarandi: „skólastarf-
ið [er] sveigjanlegt og skapandi. Lögð er áhersla á fjölbreytta kennsluhætti þar sem
komið er til móts við mismunandi þarfir, hæfileika og áhuga nemenda eins og kostur
er“. Í stefnu annars skóla segir „að lögð sé áhersla á að nemendur hljóti góða, alhliða
menntun og fái hvatningu til náms í samræmi við þroska sinn og áhuga …“. Annar
skóli leggur áherslu á hámarksárangur kennara og nemenda, að hafa nemandann í