Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Side 69

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Side 69
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 69 hafdís gUðJónsdóttir, Jóhanna karlsdóttir sem það orðalag er notað. Það sem einkennir hana er að áhersla er lögð á að grunn- skólinn sé fyrir öll börn sem hafi jöfn tækifæri til náms og eigi rétt á að stunda nám í heimaskóla. Jafnframt er getið um sérdeildir og sérskóla, en foreldrar hafa val um almennan skóla, sérdeild eða sérskóla fyrir börn sín. Þetta er í samræmi við lög um grunnskóla nr. 91/2008, þar sem annars vegar er kveðið á um skóla án aðgreiningar og hins vegar sérdeildir og sérskóla. Sveitarfélagið ætti því að vera vel í stakk búið til að framfylgja nýrri löggjöf. Tekið er fram í stefnu þessa sveitarfélags að jafnréttis sé gætt í öllu starfi grunnskóla og unnið eftir mannréttindastefnu sveitarfélagsins. Tvö sveitarfélaganna nota ekki orðalagið skóli án aðgreiningar en fram kemur í stefnu þeirra að áhersla sé lögð á að allir nemendur hafi aðgang að alhliða menntun og leggja beri áherslu á heildarþroska einstaklingsins. Í þessum sveitarfélögum er lögð áhersla á fjölbreytni í námi og jöfn tækifæri til náms, líðan nemenda er áhersluatriði og orðið gleði notað í því sambandi í stefnu annars þeirra. Margir aðilar sem standa að skólasamfélaginu komu að stefnumótun skólamála í báðum þessum sveitarfélögum og er hún ítarleg. Í öðru þeirra er mun meiri áhersla lögð á atriði sem varða umgjörð skólanna en minni áhersla á innra starf skólanna og stefnu. Hitt sveitarfélagið leggur áherslu á fleiri gildi en þekkingu sem mikilvæg áhersluatriði í skólastefnu sinni og eru virðing og vellíðan m.a. tiltekin í henni. Bæði sveitarfélögin leggja áherslu á tengsl skóla við nærumhverfi og menningu í sveitarfélaginu. Stefna skóla Samkvæmt markmiðum rannsóknarinnar er stefna skóla um skóla án aðgreiningar skoðuð í ljósi stefnu skólamálayfirvalda og alþjóðlegra samþykkta. Hugmyndir um skóla án aðgreiningar, og sérstaklega hið kennslufræðilega sjónarhorn, voru lagðar til grundvallar við túlkun gagna. Hér á eftir fer samantekt á greiningu og túlkun þeirra gagna sem aflað var af heimasíðum 68 grunnskóla. Alls birtu 52 skólar í sveitarfélög- unum fjórum skólastefnu á heimasíðu sinni þegar gagnaöflunin fór fram vorið 2008. Skólastefna fannst ekki hjá 16 grunnskólum. Til nánari skýringa á niðurstöðum eru tekin dæmi um stefnu skóla og í nokkrum tilfellum lýsingar á framkvæmd sem skýra nánar hvað felst í hugtakinu skóli án aðgreiningar hjá viðkomandi skólum. a) Almenn stefna skóla Stefna skóla birtist með mjög mismunandi hætti hvað framsetningu og áherslur varðar. Bein tengsl og tilvísun í skólastefnu sveitarfélags er ekki víða að finna en þó er vísað til skólastefnu sveitarfálagsins í nokkrum skólum, sérstaklega í einu sveitarfélaganna. Þá er vísað til stefnu þess í fræðslumálum og tekið fram að unnið sé samkvæmt áherslu- atriðum hennar. Nám við hæfi hvers og eins er alloft nefnt og dæmi um framkvæmd, aðferðir og leiðir eru tekin í því sambandi. Dæmi um þetta er eftirfarandi: „skólastarf- ið [er] sveigjanlegt og skapandi. Lögð er áhersla á fjölbreytta kennsluhætti þar sem komið er til móts við mismunandi þarfir, hæfileika og áhuga nemenda eins og kostur er“. Í stefnu annars skóla segir „að lögð sé áhersla á að nemendur hljóti góða, alhliða menntun og fái hvatningu til náms í samræmi við þroska sinn og áhuga …“. Annar skóli leggur áherslu á hámarksárangur kennara og nemenda, að hafa nemandann í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.