Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Síða 70

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Síða 70
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200970 „látUm ÞÚsUnd blóm blómstra“ öndvegi og á samvinnu og traust. Segja má að stefna skóla birtist í nokkrum tilfellum í sýn þeirra, einkunnarorðum eða svonefndu leiðarljósi. Dæmi um einkunnarorð skóla eru „virðing – vinátta – víðsýni“. Hjá öðrum eru þau: „ástundun – ábyrgð – árangur – ánægja“. Og: „Látum þúsund blóm blómstra“. b) Skóli án aðgreiningar Skoðað var hvort skólar notuðu orðalagið skóli án aðgreiningar og í ljós kom að aðeins fjórðungur skólanna notaði það orðalag. Sumir skólar nota þetta orðalag án útskýr- inga en aðrir skilgreina það nokkuð ítarlega og tiltaka hvernig það er í framkvæmd. Dæmi um það er úr stefnu skóla þar sem … unnið [er] eftir hugmyndafræði um skóla án aðgreiningar sbr. stefnu fræðsluyfir- valda …, grunnskólalögum og aðalnámskrá grunnskóla. Leiðir að því markmiði felast m.a. í einstaklings / hópamiðuðu námi, sveigjanlegum kennsluháttum, blönduðum námshópum, samstarfi kennara, fjölbreyttum og sveigjanlegum sérúrræðum og mark- vissum stuðningi við kennara. Þarna kemur fram útfærsla á leiðum sem skólinn ætlar að fara til að ná markmiðinu um skóla án aðgreiningar. Í stefnu eins skóla segir að hann sé: „fjölmenningarskóli án aðgreiningar sem felst í því að námið er lagað að þörfum nemenda“ og hjá öðrum segir að „skólinn sé fyrir alla nemendur í hverfinu og án aðgreiningar“. Einn skól- anna segist leggja áherslu á hugmyndafræði skólastefnunnar skóli án aðgreiningar. Í stefnu skólans segir: „Sérhver nemandi á rétt á að ganga í sinn heimaskóla, fá kennslu við hæfi þar sem hæfileikar hans fái að njóta sín og hann sé virtur og viðurkenndur sem fullgildur meðlimur skólasamfélagsins.“ Hjá þessum skóla kemur fram að „sér- kennslan sé ein af leiðum skólans til að koma til móts við námsþarfir nemenda sem af einhverjum orsökum þurfa sérstakan stuðning í námi“ og að hún sé með fjölbreyttum hætti. Um það bil þriðjungur grunnskólanna 68 hefur stefnu um einstaklingsmiðað nám. Algengt er að fjölbreyttar kennsluaðferðir séu nefndar sem leið til að mæta einstak- lingsþörfum nemenda en nánari útskýringar á því hvernig þetta tvennt tengist vantar í mörgum tilfellum. Teymisvinna kennara er í nokkrum tilfellum nefnd sem vænleg leið í einstaklingsmiðuðu námi. Dæmi um stefnu skóla þar sem framangreind atriði koma fram er eftirfarandi: … stefnt [er] að einstaklingsmiðuðu námi sem tekur mið af fjölbreyttum hæfileikum nemenda. Í þróun eru kennsluhættir sem miða í átt að einstaklingsmiðuðu námi. Teym- iskennsla / samkennsla mun smám saman taka við af hefðbundinni bekkjarkennslu. Nemendur læra að bera aukna ábyrgð á eigin námi undir handleiðslu kennara. Nokkrir skólar skipta nemendum niður í hópa eftir námslegri getu eða hraða á yfirferð námsefnis. Enn aðrir hafa tekið upp „sérgreinakennslu þar sem nemendur fá kennslu hjá kennurum sem hafa sérhæft sig í námsgrein“. Nokkrir skólar leggja áherslu á sam- kennslu árganga en oftast kemur fram að lögð sé áhersla á fjölbreytta og sveigjanlega kennsluhætti en það er þó lítið útskýrt nánar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.