Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 72

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 72
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200972 „látUm ÞÚsUnd blóm blómstra“ að orðalagið er nýtt í lögum um grunnskóla frá 12. júní 2008 og þess vegna ekki enn notað í stefnu grunnskóla þó að það hafi verið algengt í orðræðu um skólamál síðustu 10–15 ár. Samkvæmt nýsamþykktum grunnskólalögum eiga foreldrar rétt á að velja grunn- skóla fyrir börn sín, en hann þarf að vera í sveitarfélaginu þar sem fjölskyldan hefur búsetu (Lög um grunnskóla, 2008). Til að þetta sé raunhæfur möguleiki þurfa upplýs- ingar um stefnu skólanna að vera foreldrum aðgengilegar. Heimasíður grunnskóla eru heppilegar í því sambandi og allflestir foreldrar hafa greiðan aðgang að þeim. Samkvæmt upplýsingum sem þar fást á samanburður á stefnu skóla að vera auðveld- ur fyrir foreldra. Þó er einn hængur þar á því að erfitt getur verið að finna út undir hvaða heiti stefna skólans er birt ef hún er ekki nefnd því nafni á upphafssíðu skól- ans. Ýmist er hana að finna undir heitinu skólanámskrá, námsvísir, einkunnarorð, sýn skóla eða upplýsingar til foreldra. Þetta getur reynst flókið fyrir foreldra og aðra sem vilja kynna sér stefnu skóla, því að ósamræmið er mikið. Lengi vel hefur megináhersla sérkennslu verið sú að vinna með þætti sem nemend- ur eiga erfitt með og að aðstoða þá við að styrkja sig í námi út frá þeim. Í rannsókninni kom fram að sumir skólar leggja áherslu á greiningar með allítarlegri lýsingu á ferli og framkvæmd. Þarna sjáum við mótsögn við hugmyndir um skóla án aðgreiningar þar sem greiningar hafa tilhneigingu til að leggja áherslu á fötlun eða þá erfiðleika sem nemendur glíma við (Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2001). Með þróun í átt að skóla og námi án aðgreiningar breytist áherslan þannig að skólar taka á móti öllum nemendum á þeirra forsendum og vinna út frá styrkleikum hvers og eins (Clough, 2000; Marlowe og Page, 2005; Nind, 2005). Menntun án aðgreiningar gerir ráð fyrir upplýsingum sem gefa heildarmynd af nemandanum (Hafdís Guðjónsdóttir, 2000). Á heimasíðum skól- anna fundum við litlar vísbendingar um framkvæmd sem byggir á heildrænu mati og styrkleikum nemenda. Nauðsynlegt er að skoða þessi mál nánar til þess að átta sig á stöðu þeirra hér á landi og framþróun. Athyglisvert er að nokkrir skólar sem segjast byggja á stefnu um skóla án aðgrein- ingar nefna aldrei sérkennslu eða sérúrræði, þess í stað er stefna þeirra og skólanám- skrá víð og opin þannig að allir nemendur falla vel undir markmið skólans. Lýsingar á framkvæmd benda til þess að kennsluhættir séu fjölbreyttir og taki mið af einstakl- ingum en um leið af hópnum sem heild. Í skólanámskrá kemur vel fram hverjum er kennt, hvar, hvað og hvernig (Tomlinson og McTighe, 2006). Þessir skólar hafa lagt áherslu á að byggja upp skólasamfélag sem veitir nemendum og kennurum stuðn- ing. Hugtakið menntun eða skóli án aðgreiningar er ekki notað í mörgum skólum. Það má ef til vill skýra með því að það kemur ekki fyrir í grunnskólalögum fyrr en með nýjum lögum sem tóku gildi í júní 2008. Fram að þessu hefur orðalag verið almennt í lögum, reglugerðum og aðalnámskrá grunnskóla og það tekið fram að allir nemendur eigi rétt á skólagöngu í heimaskóla. Byggt hefur verið á Salamanca-yfirlýsingunni frá árinu 1994 en íslenska hugtakið skóli án aðgreiningar varð til við þýðingu hennar (Erna Árnadóttir, 1996).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.