Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 73

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 73
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 73 hafdís gUðJónsdóttir, Jóhanna karlsdóttir Ekki er nánar skilgreint í stefnu þess eina sveitarfélags sem birtir stefnu um skóla án aðgreiningar hvað felst í hugtakinu en segja má að í henni stangist á annars vegar jafnrétti til náms og mannréttindi og hins vegar aðgreining sem felst í sérdeild því að ekkert kemur fram um samband sérdeilda og almennra bekkja eða námshópa. Sam- kvæmt skilgreiningu okkar hér að framan er eitt af markmiðum skóla án aðgreiningar að draga úr hvers konar flokkun nemenda eða útilokun minnihlutahópa (sbr. umfjöll- un í kaflanum um skóla án aðgreiningar). Umræða og skilgreining á kennslufræðilegum hugtökum er nauðsynleg. Ræða þarf hvaða skilning við leggjum í hugtök sem algeng eru í skólasamfélaginu. Eitt af þeim er menntun og skóli án aðgreiningar. Algengt er að skólar setji fram aðgerðaráætlanir um málefni sem þeir vinna að, en ekki fundum við aðgerðaráætlanir um þróun skóla án aðgreiningar eða símenntun fyrir starfsmenn skóla sem vinna að þessu málefni. Fram kom að skólastjórnendur og kennarar hafa átt kost á námskeiðum til að undirbúa einstaklingsmiðað nám. Nauð- synlegt er að skólar hugi að því hvernig þeir ætla að undirbúa og styðja starfsfólk skóla við að þróa skóla án aðgreiningar, setja sér markmið og gera grein fyrir leiðum að þeim (Meijer, 2003, 2005). lokaorð Skólinn hefur staðið frammi fyrir því viðfangsefni að þróa náms- og kennsluhætti sem taka mið af heildarþörfum hvers einstaklings og veita öllum nemendum gott nám og góða kennslu. Talið er að skóli sem nær þessum markmiðum veiti ekki einungis öllum nemendum góða menntun, hann vinni einnig gegn mismunun og stuðli að þjóðfélagi án aðgreiningar. Af þessari rannsókn má draga þann lærdóm að allmikið vantar á að fjögur fjölmenn- ustu sveitarfélög landsins og grunnskólar sem í þeim starfa hafi hugmyndafræðilega stefnu um menntun og skóla án aðgreiningar sem samræmist stefnu menntamála- yfirvalda og alþjóðlegum samþykktum í þeim efnum. Út frá þeim upplýsingum sem var aflað má leiða að því líkur að þeirri hugmyndafræði sé í sumum tilfellum bland- að saman við stefnu skóla um sérkennslu og sérdeildir sem úrræði fyrir nemendur án þess að tekið sé fram hvort um tímabundna ráðstöfun er að ræða eða ekki. Í því sambandi getur verið um aðgreiningu í námi og félagslegu tilliti að ræða sem stríðir gegn jafnrétti og mannréttindum og skilgreiningu á hugtakinu skóli án aðgreiningar. Stefnu skóla um einstaklingsmiðun náms og kennslu er hugsanlega einnig blandað saman við hugmyndafræði skóla án aðgreiningar í nokkrum tilfellum samkvæmt nið- urstöðum rannsóknarinnar og er þá gert ráð fyrir að nemendur fái sérúrræði utan vinnusvæðis námshóps eða bekkjar. Eitt sveitarfélag sker sig úr hvað varðar stefnu um skóla án aðgreiningar þó svo að það orðalag sé ekki notað. Hún er mjög ítarleg og áhersla er lögð á að komið sé til móts við alla nemendur „án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis“ eins og lög um grunnskóla nr. 91/2008 kveða á um. Stefnan var unnin í víðtæku samstarfi í skólasam- félaginu og fjallar um réttindi og skyldur allra aðila sem að því standa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.