Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 82

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 82
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200982 „Þetta er spennandi... og gefUr mikla mögUleika“ Upplýsinga- og tæknimennt eru ætlaðir tveir tímar í stundaskrá í viku hverri og er það í höndum hvers skóla að skipta þeim tíma á námsgreinarnar upplýsinga mennt og tæknimennt. Upplýsingamennt er þverfagleg námsgrein að því leyti að lögð er áhersla á að kenna og leiðbeina nemendum um sérstaka aðferð og tækni við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga í tengslum við annað nám nemenda. Í því felst að markmið myndlistar og upplýsingamenntar ber að samþætta. Inntak kennslunnar er sótt í myndlistarkennsluna og myndlistarkennarinn ber ábyrgð á þeim þætti, en kenn- ari í upplýsingamennt ber ábyrgð á tæknilegum þætti kennslunnar. Með þessari til- högun er ýtt undir þann skilning á upplýsingatækni að um sé að ræða sérstaka aðferð sem hægt sé að nota á ólíkum sviðum við að afla sér þekkingar og færni (Aðal námskrá grunnskóla. Upplýsinga- og tæknimennt, 1999). Nýsköpun og hagnýtingu þekkingar er ekki ætlaður sérstakur tími í stundaskrá. Greinin er þverfagleg og samþættist námsefni einnar eða fleiri námsgreina. Um er að ræða sérstaka aðferð sem skólar geta nýtt sér til að umbreyta hverri námsgrein í starfs- og tæknigrein með því að setja hana í nýtt samhengi og tengja hana veruleika nem- enda, sköpunarþörf og leikgleði (Aðalnámskrá grunnskóla. Upplýsinga- og tækni- mennt, 1999). Aðalnámskrá grunnskóla gerir kröfur um að samþætting námsgreina feli í sér námsþætti úr öllum þeim námsgreinum sem samþættar eru hverju sinni. Í því skyni þurfa kennarar að kynna sér námskrár þeirra allra því að samþætting námsgreina verður að vera þeim öllum í hag. Auðvelt er að sjá tengsl milli efnisþátta í myndlistarkennslu og notkunar tölvu- og upplýsingatækni. Hér hefur sameiginlegum markmiðum verið raðað upp í eina töflu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.