Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 85
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 85
aðalbJörg maría ólafsdóttir
þekkingu með upplýsingaöflun. Slík nálgun er talin leiða til meiri skilnings á við-
fangsefninu en aðrar aðferðir, sem sumar byggjast á auðleystum verkefnum sem ekki
skilja alltaf eftir mikla þekkingu hjá nemendum (Taylor og Carpenter, 2005). Cason
(1998) telur upp þrjú atriði sem hann telur ýta undir námsmöguleika nemenda þegar
notuð er gagnvirk margmiðlun. Hann segir að nám sé ferli þekkingaröflunar sem sé
andstætt utanbókarnámi og nemendur séu því líklegri til að finna samsvörun í lífs-
reynslu sinni með nálgun upplýsingatækninnar en þegar þekkingar sé aflað á annan
hátt; í öðru lagi sé mögu leikinn á því að öðlast nýja þekkingu háður umfangi upplýs-
inga sem nemandinn geti aflað og virkni þeirrar tækni sem hann noti við upplýsinga-
öflunina; og í þriðja lagi sé nemandinn háður þeim aðstæðum sem hann búi við í
daglegu lífi og starfi og nám hans og viðfangsefni þurfi að setja í sams konar umhverfi
til að hann geti yfirfært þekkinguna yfir í annað samhengi, aðrar námsgreinar (Cason,
1998). Þetta gæti bent til þess að náms umhverfi tölvu- og upplýsingatækni hafi jákvæð
áhrif á námsárangur í myndlist (Taylor og Carpenter, 2005).
Gott aðgengi að fjölbreyttum skoðunum gerir það að verkum að lesandinn fær ekki
uppgefna neina eina sanna merkingu, heldur þarf hann að meta þær upplýsingar sem
hann fær og móta sína eigin skoðun. Þannig er hægt að vekja nemendur til umhugs-
unar um fagurfræðileg atriði (Taylor, 2004). Gagnrýnin umræða og fagurfræðilegar
umræður um listaverk geta leitt til dýpri skilnings á viðfangsefninu. Þess vegna er
mikilvægt að hafa aðgang að fjölbreyttum upplýsingum um listaverk sem fjallað er
um í listasögukennslu, listgagnrýni og fagurfræðilegum umræðum, þar sem keppst
er við að útskýra samtímalistir, tilvist og tilgang listaverksins í fjöl breyttu samhengi
(Prater, 2001). Það er mikilvægt að nemendur fái þjálfun í að tjá skoðanir sínar og
þjálfa rökhugsun, ekki aðeins í fagurfræði og listum, heldur í öllu námi.
aðfErð
Í rannsókninni var leitast við að svara því hvernig notkun tölvu- og upplýsinga tækni
var háttað í kennslu sex myndlistarkennara í grunnskólum, með hliðsjón af áherslum
og markmiðum í aðalnámskrá grunnskóla 1999.
Rannsóknin byggist á eigindlegum rannsóknar aðferðum þar sem notað var rann-
sóknarsnið tilviksathugana (e. case study) sem talið er henta vel í skólamiðuðum
rannsóknum (Hitchcock og Hughes, 1995).
Notað var tilgangsstýrt úrtak (e. purposive sampling), sem gerði rannsak anda
mögulegt að velja þátttakendur með tilliti til þekkingar þeirra á viðfangsefni rann-
sóknarinnar (Silverman, 2000). Send var fyrirspurn á póstlista til rúmlega eitt hundr-
að og fimmtíu myndlistarkennara um notkun tölvu- og upplýsingatækni í kennslu
í grunnskóla. Ellefu svör bárust, sex af þeim frá kennurum sem notuðu tæknina í
kennslu. Óskað var eftir þátttöku þeirra í rannsókninni. Þeir kenndu í misstórum skól-
um í þremur skólaumdæmum á landinu.
Gagnaöflun fór fram á tímabilinu frá mars til desember 2005. Tekin voru hálf-opin
viðtöl (e. semi-structured interview) (Hitchcock og Hughes, 1995). Viðtölin voru tekin
á vettvangi kennslunnar, í kennslustofum kennaranna sjálfra. Lagt var upp með