Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Síða 86
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200986
„Þetta er spennandi... og gefUr mikla mögUleika“
fyrirfram gefinn spurningaramma sem byggðist á inntaki rannsóknarspurninganna,
en svör kennaranna voru þó að nokkru látin ráða framvindu viðtalsins. Viðtölin voru
hljóðrituð á segulband og síðan afrituð yfir í tölvutækt form til úrvinnslu.
Upplýsinga var einnig aflað með greiningu skrifaðra gagna (Silverman, 2000), þar
sem greind voru markmið og áherslur í aðalnámskrá grunnskóla og skólanámskrám
skólanna sex, með tilliti til notkunar tölvu- og upplýsingatækni í myndlistar kennslu.
Greining og túlkun gagnanna var í samræmi við eigindlegar aðferðir (Silverman,
2000), þar sem rannsóknarspurningar verkefnisins voru lagðar til grundvallar grein-
ingunni og niðurstöður flokkaðar eftir áhersluatriðum undir spurninga verkefnisins.
Innan þeirrar flokkunar var greint eftir þemum, sumpart fyrirfram gefnum en að
hluta upp úr gögnunum.
Með greiningu markmiða í aðalnámskrá var skoðað hvernig kennararnir notuðu
tölvu- og upplýsingatækni í kennslu sinni með tilliti til markmiða aðalnámskrár.
Þannig var leitað viðmiða til að gera niðurstöður viðtalanna trúverðugar. Með því var
vísað til þess hvort sá veruleiki sem rannsóknin sýndi stæðist samanburð við þá sýn
sem í námskránum felst (Hitchcock og Hughes, 1995).
Aðalspurning rannsóknarinnar var:
Hvernig koma áherslur aðalnámskrár grunnskóla 1999 á notkun upplýsinga- og •
samskiptatækninnar fram í lýsingum á kennslu sex myndlistarkennara?
Eftirfarandi undirspurningar voru lagðar til grundvallar:
Aðstæður: Hvernig meta myndlistarkennarar aðstæður í skólunum til notkunar •
upplýsingatækni í myndlistarkennslu? Hér var litið til skipulags skólastarfsins,
aðgengis nemenda að tölvum og hvernig kennarar skipuleggja kennsluna.
Aðalnámskrá: Hvert er mat kennaranna sex á markmiðum í aðalnámskrá grunn-•
skóla og hvernig koma markmið myndlistarkennslunnar fram í skólanámskrám
skólanna sex? Viðbrögð kennaranna við breyttum áherslum í aðalnámskrá
grunnskóla gefa hugmyndir um það hvernig þeir vinna úr markmiðum nám-
skrárinnar, hvernig tæknin er notuð sem verkfæri til náms og Netið sem upplýs-
ingaveita og námsumhverfi kennslunnar.
Kennsla: Hvernig er notkun upplýsinga- og samskiptatækni háttað í kennslu •
myndlistarkennaranna sex, hver eru áhrif þeirrar notkunar og ástæður þess
að kennarar nota tæknina á þann hátt sem þeir gera? Upplýsingar um notkun
tölvu- og upplýsingatækni í kennslustundum varpa ljósi á það hvernig kenn-
arar skipuleggja kennslu með tilliti til notkunar tækninnar og hvernig tæknin
hefur þjónað inntaksþáttum kennslunnar. Þetta varðar áhrif tækninnar á skap-
andi vinnu nemenda, hvernig nemendur setja listasöguna í sögulegt og félags-
legt samhengi síns tíma með hjálp tækninnar og hvernig þeir nota tæknina við
að þjálfa gagnrýna hugsun og meta list á fagurfræðilegan hátt og rökræða merk-
ingu og gildi lista.
Við greiningu gagna var notað greiningartæki Twinings (Twining, 2003) í þeim tilgangi
að greina notkun tölvu- og upplýsingatækni í kennslu þeirra sex kennara sem komu