Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 89

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 89
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 89 aðalbJörg maría ólafsdóttir Skólanámskrár skólanna sex Með setningu markmiða í skólanámskrá getur hver skóli markað sér sínar áherslur hvað varðar myndlistarkennsluna og framkvæmd hennar. Varla er þó hægt að sjá að með þeirri markmiðasetningu marki neinn skólanna sex sér verulega sérstöðu varð- andi áherslur á notkun tölvu- og upplýsingatækni í myndlistarkennslu. Í skólanámskrár voru skráð markmið fyrir myndlist og tölvukennslu, en náms- greinin tölvukennsla, sem tilgreind er í skólanámskrám, gæti þá verið eins konar sam- nefnari fyrir greinarnar þrjár sem tilheyra upplýsingamennt; tölvunotkun í grunn- skóla, upplýsingamennt og nýsköpun og hagnýtingu þekkingar. Myndlistarkennslan virðist í mjög fáum tilfellum vera samþætt tölvukennslu skól- anna samkvæmt skólanámskránum því að markmið tölvukennslunnar fléttast ekki inn í markmið myndlistarkennslunnar nema í undantekningartilfellum. Þau litlu tengsl sem er að finna milli myndlistar og tölvukennslu virðast nær eingöngu eiga við um markmið upplýsinga menntar, en ekki virðist vera hirt um tölvunotkun í grunn- skóla og nýsköpun og hagnýtingu þekkingar. Samkvæmt skólanámskrám skólanna sex virðist tölvukennslan á hinn bóginn sækja ýmislegt til myndlistarinnar því að þar er verkefnavinnan í flestum tilfellum byggð á myndvinnslu og myndrænni fram setn ingu hvers konar, þó að ekki sé leitað til myndlistarkennarans eftir hugmynd um eða verkefnum til að vinna. Þar er talað um notkun myndvinnsluforrita til að teikna myndir, allt frá einfaldri til flókinnar mynd- vinnslu. Í skólanámskrám er tekið fram að margir kennarar komi að kennslunni í upp- lýsingamennt, sem kemur heim og saman við áherslur í aðalnámskrá, en samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er ekki um neina samþættingu að ræða milli mynd- listar og upplýsingatækni í skólunum sex. Inntak margra markmiða tölvukennslunnar í skólanámskránum er tengt mynd- list og myndvinnslu þó að framkvæmdin sé alfarið í höndum tölvukennarans. Þessi kennsla fer fram í tölvutímum. Þessi litlu tengsl virðast ekki vera markviss og skipu- lögð fyrirfram með samþættingu í huga. Flestum myndlistarkennurunum þykir það miður , því að þeir vildu gjarnan sjálfir kenna myndrænan þátt tölvukennslunnar, að minnsta kosti hafa eitthvað um þá kennslu að segja. Þeir segja tölvu kennarann ekki alltaf hafa forsendur til að kenna myndrænan þátt viðfangs efnisins. Þetta verður að teljast skiljanlegt viðhorf þegar horft er til fag mennsku í starfi. Það kemur heim og saman við það álit Gouzouasis (2006) að samþætting myndlistar og upplýsingatækni útheimti kennara með sterkan hugtaka skilning á bakgrunni og undirstöðuatriðum myndlistarinnar (Gouzouasis, 2006). Myndlistarnám nemendanna virðist því, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar innar, í langflestum tilfellum byggjast mest á skapandi þætti myndlistarinnar eins og tíðkast hefur um árabil. En samkvæmt aðalnámskrá sem nú er í gildi og hugmynda fræði fagmiðaðrar myndlistarkennslu ætti að byggja námið upp þannig að áherslan sé jafnt á sköpunarþáttinn og aðra þætti kennslunnar, listasögukennslu, upplýsingaöflun, list gagnrýni og fagurfræðilegar umræður. Sú hugmyndafræði er byggð á því að nem- endur fái alhliða þekkingu og þjálfun í notkun tölva í allri vinnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.