Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 91

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 91
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 91 aðalbJörg maría ólafsdóttir nýtist nemendum hins vegar ekki vel vegna þess að þeir vinni lítið sem ekkert í tölv- unni í kennslustundum. Flestir kennaranna eru mjög óánægðir með að ekki skuli hafa verið gefið út náms- efni samhliða útgáfu aðalnámskrár 1999. Þeim finnst að ráðuneyti menntamála leggi það á herðar myndlistarkennurum að semja námsefni fyrir greinina. Þess vegna séu myndlistarkennarar hver í sínu horni að búa til verkefni sem falla að markmiðum aðalnámskrár. Einn nefnir að það sé kannski þar sem honum fallist oftast hendur, að þurfa að útbúa öll verkefnin sjálfur. Honum finnst lágmark, ef koma á notkun upplýs- inga- og samskiptatækninni meira inn í myndlistarkennsluna, að það fylgi því einhver verkefni fyrir kennara til að leggja upp með, eins og í öðrum námsgreinum. Skortur á aðgengilegu námsefni til kennslunnar virðist því að nokkru hafa hamlað innleiðingu tækninnar, og það samræmist öðrum rannsóknum á þessu sviði (Wang, 2002). Einn kennaranna er þó á öðru máli en allir hinir varðandi námsefni til myndlistar kennslu. Hann sér ekki fyrir sér að myndlistar kennarar muni nota sér slíkt efni frekar en að fara eftir námskránni. Það er vandséð hvernig rafrænt námsefni getur nýst nemendum sem ekki hafa aðgang að tölvum og geta því ekki farið inn á Netið til að vinna þau verkefni sem þar eru. Ef kennarinn ætlar að nýta þær hugmyndir sem verkefnin eru byggð á fá nemendur námsefnið endurunnið af kennaranum og jafnvel í sumum tilfellum slitið úr samhengi þess á Netinu. Nemendur fá þá engin marg miðlunar verkefni og engan sýndarveruleika til að skoða. Netið með alla sína mögu leika nýtist þá ekki í verkefna- vinnu nemenda. Við slíkar aðstæður gegna gagnvirkir vefir eins og Listavefur krakka (Námsgagnastofnun, 2003b) og Listavefurinn (Námsgagnastofnun, 2003a) ekki því veigamikla hlutverki í kennslunni sem þeim er ætlað. Áhrif tækninnar Notkun tækninnar í myndlistarkennslu er ekki hlutfallslega nógu stór þáttur í kennsl- unni til að hafa veruleg áhrif á myndsköpun nemenda. Áhrifa gætir helst í því hag- ræði sem notkun upplýsinga- og samskiptatækninnar hefur í för með sér varðandi undirbúningsvinnu kennara fyrir kennslustundir. Allir kennararnir notuðu Netið til að leita eftir hugmyndum að verkefnum fyrir kennsluna sem þeir aðlöguðu svo sínum aðstæðum, bættu og breyttu eftir því sem hentaði kennslu þeirra. En sú þekking sem kennararnir hafa á notkun tækninnar virðist ekki hafa haft áhrif á kennsluna sjálfa. Þeir virðast af einhverjum ástæðum ekki hafa séð leið til að yfirfæra þá notkun mark- visst yfir á vinnu nemenda, hafa ekki enn séð sér fært að skipuleggja kennsluna með tilliti til notkunar tölvu- og upplýsingatækni og segjast ekki hafa þá færni sem til þurfi til að búa til rafrænt námsefni. Þeir hafa óskað eftir námskeiðum á þessu sviði, en ekki fengið. Það er þó ekki að sjá á vinnu þeirra við undirbúning kennslunnar að um algert þekkingarleysi sé að ræða, þó að visst óöryggi megi greina hjá þeim varðandi notkun tölvu- og upplýsingatækni í kennslu. Tilhneiging kennara til að vanmeta getu sína á þessu sviði hefur komið fram í öðrum rannsóknum (Lemke, 2005). Skipulag kennslunnar almennt er í aðalatriðum með svipuðum hætti og áður var í myndlistarkennslunni, mest áhersla lögð á sköpunarþáttinn. Kennarinn leggur inn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.