Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Side 99

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Side 99
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 99 Hildur sKarpHéðinsdóttir Helstu nýmæli í lögum um leikskóla og áhrif þeirra á leikskólastarfið Ísland er eitt fárra landa þar sem leikskólastigið hefur verið skilgreint sem sjálfstætt skólastig. Með breyttum þjóðfélags- og atvinnuháttum hafa leikskólar fengið aukið vægi sem uppeldis- og menntunarstofnanir, en nú sækja 96% þriggja til fjögurra ára barna leikskóla. Ný lög um leikskóla voru samþykkt á Alþingi 1. júlí 2008 (Lög um leikskóla, 2008) og í þessari hugleiðingu fer ég yfir helstu nýmæli í lögunum sem ég tel að hafi meiri áhrif en önnur á leikskólastarfið. Þau eru um húsnæði og barnafjölda, foreldrasamstarf, mat á leikskólastarfi og tengsl leikskóla og grunnskóla. Húsnæði og fjöldi barna í leikskólum Skýrari ákvæði eru í lögunum en fyrri lögum um starfsumhverfi leikskóla og tilteknir ákveðnir þættir sem gengið skal út frá við gerð og hönnun leikskólahúsnæðis. Taka þeir m.a. til stærðar vinnuaðstöðu barna og starfsfólks og rýmis fyrir sérkennslu. Þá skal samkvæmt lögunum einnig leggja áherslu á öruggt náms- og starfsumhverfi og að gott rými sé til þeirra athafna sem fara fram í leikskólastarfi. Þessi áhersla á gerð og hönnun leikskólahúsnæðis endurspeglar anda laganna, það að ytri sem innri umgjörð miði að því að gera hag leikskólabarna sem mestan og bestan á grundvelli einstakl- ingsmiðaðs náms. Í væntanlegri reglugerð um starfsumhverfi leikskóla liggur fyrir grundvallarbreyt- ing frá fyrri löggjöf hvað varðar viðmið vegna fjölda barna og stærðar leikskóla. Lagt er til að viðmið um lágmarks fermetrafjölda og reikniregla sú sem ákvarðar fjölda barna í leikskóla verði lagðar niður. Í stað þeirra viðmiða ráði aðstæður barnafjölda að teknu tilliti til lágmarkskrafna um húsnæði og aðbúnað barna og starfsfólks. Sérstök áhersla er lögð á að tilgangur þeirrar breytingar sé ekki að fjölga börnum í leikskólum. Þvert á móti er lögð áhersla á að við ákvörðun barnafjölda í leikskóla sé tekið tillit til aldursdreifingar barnanna, sérþarfa þeirra og skipulags húsnæðis, þ.e. hlutfalls á milli fjölnota rýma og rýma á deildum. Þá er sérstök áhersla lögð á rými fyrir sérfræðiþjón- ustu vegna barna með sérþarfir og að gert sé ráð fyrir vinnuaðstöðu fyrir starfslið. Undanfarin ár hefur átt sér stað umræða meðal fagfólks í leikskólaumhverfinu um leikskólabyggingar og þau áhrif sem hönnun þeirra og hljóðvist hefur á leikskólastarf. Talið er að horft hafi verið of mikið til mannvirkja sem eru með opnum fjölnotarým- um, svo sem sal fyrir hreyfingu og íþróttir og listaskála þar sem hávaði er oft mjög Uppeldi og menntun 18. árgangur 1. hefti, 2009
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.