Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 111
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 111
Uppeldi og menntun
18. árgangur 1. hefti, 2009
gEstur guðmundsson
Að fara vanbúinn í langferð –
Ný framhaldsskólalög
Fræðasamfélagið hefur verið þögult um íslenska framhaldsskólann og væntanlega
þýðingu framhaldsskólalaga frá 2008 (Lög um framhaldsskóla, 2008), enda hafa fræði-
menn á litlu að byggja. Fáar og brotakenndar rannsóknir er að finna á starfsemi fram-
haldsskólanna (Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2007) og opinber skýrslugerð veitir litlar
upplýsingar um innra starf þeirra. Nú stendur hins vegar fyrir dyrum róttæk breyting
á starfi framhaldsskóla, og hér verður gerð tilraun til að meta hana og veita ráð um
mótun hennar, á grundvelli þess sem við teljum okkur vita um framhaldsskólana.
Þegar frumvarp til nýrra laga um framhaldsskóla var lagt fram árið 2007 fylgdi því
engin úttekt á árangri og vandamálum á skólastiginu, né þeim verkefnum sem bíða
þess (sjá frumvarp og greinargerð með frumvarpi). Fjölmargar umsagnir bárust um
frumvarpið en þær tjáðu að langmestu leyti hagsmuni einstakra hópa og stofnana
og leiddu ekki, fremur en viðbrögð þingsins, til breiðari umræðu um stöðu, horfur
og markmið framhaldsskóla (sjá nefndarálit meirihluta og minnihluta menntamála-
nefndar ásamt fylgiskjölum). Er þetta skýrt dæmi um þau ófullnægjandi vinnubrögð
við lagasetningu og umbætur sem eru svo snar þáttur í óheillaferð íslensks samfélags
að undanförnu.
Það gerir ekki framtíð framhaldsskólans skýrari að nýr menntamálaráðherra kemur
úr öðrum þeirra flokka sem lögðust gegn samþykkt laganna.
Veigamikill þáttur hinna nýju laga felst í tilfærslu valds frá Alþingi og starfsgreina-
ráðum til menntamálaráðherra og -ráðuneytis, þó með þeim hætti að einstakir skólar
eiga að setja sér skólanámskrár, en sækja staðfestingu hennar til ráðherra. Annar
veigamikill þáttur er áhersla á jafnstöðu iðn- og verknáms við bóknám, bæði hvað
varðar gæði náms og að auðveldara verði að halda áfram til stúdentsprófs að loknu
starfsnámi.
Framhaldsskólar munu áfram þjóna því tvöfalda hlutverki að sjá um starfsnám og
um undirbúning undir nám á háskólastigi en jafnframt gera lögin ráð fyrir nýju fram-
haldsskólaprófi, sem lokið verði eftir eitt og hálft til tvö ár, og geti slíkt próf bæði verið
sjálfstæð námslok og skref í átt að stúdents- eða starfsréttindaprófi. Má segja að með
framhaldsskólaprófinu sé verið að endurvekja gamla gagnfræðaprófið, en að þessu
sinni með skýrum möguleikum allra á frekara námi. Lögin kveða ekki nema að litlu
leyti á um námslengd heldur verður hún mestan part ráðin í þeim dansi sem ráðu-