Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Side 112

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Side 112
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009112 að fara vanbÚinn í langferð – ný framhaldsskólalög neytið býður skólum upp í, en sá dans verður þó augljóslega nokkuð flókinn hópdans, því að lögð er áhersla á samráð við háskóla um undirbúning undir háskólanám og við starfsgreinaráð um starfsnám. Óhætt er að fagna hugmyndum um minni miðstýringu og meira sjálfstæði og frumkvæði einstakra skóla um mótun námskrár og námsframboðs. Mörg rök hníga að þessari breytingu og er einkum lofsvert að starfsfólki skóla er treyst til að móta nám við hæfi þeirra nemenda sem skólana sækja. Slík dreifing valds er vænleg leið til að virkja hugkvæmni innan einstakra skóla og tryggja að leiðir til framhaldsskóla- prófs verði fjölbreytilegar og miðaðar við þarfir einstakra nemenda og að ákveðins fjölbreytileika gæti einnig í starfsnámi og námi til stúdentsprófs. Á hinn bóginn er full ástæða til að bera ugg í brjósti um framgang þessara hugmynda, og nægir þar að benda á að fjárþörfin til að tryggja gæði náms, gæðaeftirlit ráðuneytis og yfirlýsta valddreifingu við breytingarnar er gróflega vanmetin. Ráðuneyti fjármála og mennta- mála ætla að verja 10–15 ársverkum til að endurskipuleggja allar námsbrautalýsingar framhaldsskólanna og þremur ársverkum til eftirlits og úttektar á breytingunum (sjá umsögn Fjármálaráðuneytis í greinargerð með frumvarpinu). Ekki hefur heldur komið neitt fram af hálfu löggjafa né ráðuneytis um að hugað verði að hinu almenna menntunarhlutverki framhaldsskólans, þó að lögin kveði á um að framhaldsskólinn hafi uppeldishlutverk og eigi að búa alla nemendur sína undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi og þó að framhaldsskólum sé augljóslega ætlað að búa meirihluta nemenda sinna undir nám á háskólastigi. Þá gerbreytingu framhalds- skólanna sem lögin boða á að útfæra með því að skipuleggja einstakar námsbrautir upp á nýtt. Vinnulagið er svipað því að stór vélasamstæða væri smíðuð með þeim hætti að einstakir hlutar hennar væru smíðaðir hver fyrir sig, án heildarskipulags eða skipulegs samráðs (nema Superman verði ráðinn í hið eina nýja stöðugildi hjá ráðu- neytinu). Ástæða hefði verið til að huga að reynslu annarra þjóða. Til dæmis hefur síðustu ár verið gerð allsherjar endurskoðun á dönsku framhaldsskólakerfi (Koudahl, 2005; Raae, 2005). Kjarni hennar var ákveðin sýn á þroska og námsferli ungmenna á fram- haldsskólaaldri og áhersla var lögð á það að skoða framhaldsskólagönguna sem heildarferli þar sem ákveðnum markmiðum um þroska mætti ná á ólíkan hátt í ólík- um námsleiðum og gjarnan með vissri samþættingu greina. Námsmarkmið hverrar námsgreinar yrðu tengd við ákveðin markmið um hugsun, hæfni og færni hvers nem- anda og getu hans til að takast á við æ vandasamari verkefni. Grundvallarsýn þessara umbóta var umdeild, en gagnrýnin varð til þess að aðrar sýnir voru felldar í skýrara form og keppa nú við þá sem boðuð var með breytingunum. Önnur umræða, sem ástæða væri til að gefa gaum, er umræða sem víða hefur orðið erlendis, m.a. við endurskoðun sænska framhaldskólakerfisins fyrir rúmum áratug (Thavenius, 1995). Hún snýr að spurningunni um almenna menntun (sem Skandinav- ar kalla „dannelse“ og Þjóðverjar „Bildung“). Langt er síðan sýnt var fram á að almenn menntun, eins og hún tíðkaðist í menntaskólum fram á síðasta þriðjung síðustu aldar, átti rætur í og viðhélt stéttamun, en erfiðara hefur reynst að finna arftaka hennar sem gæti unnið gegn slíkum mun. Í reynd hefur hinn almenni menntunarþáttur fram-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.