Búnaðarrit - 01.01.1998, Qupperneq 25
BÚNAÐARRIT 1998
Fjöldi mjólkurkúa haustið 1998 var
29.219 en 29.502 haustið 1997. Frá árinu
1994 hefur mjólkurkúm fækkað um 1.299
eða rúm 4%. Oðrum nautgripunt hefur á
sama tíma fjölgað um nær 12%. Tafla 6
sýnir fjölda nautgripa 1994-1998.
Tafla 6. Fjöldi nautgripa 1994-1998.
Aðrir
Kýr nautgripir
1994 30.518 41.405
1995 30.428 42.771
1996 29.854 44.962
1997 29.502 45.289
1998 29.219 46.281
Heimild: Hagstofa íslands.
Ræktunarstarf
Með niarkvissu ræktunarstarfi er stefnt að
því að bæta þá gripi sem nýttir eru til
framleiðslunnar og auka hagkvæmni í
greininni. Almennt afurðaskýrsluhald er
undirstaða ræktunarstarfsins og veitir
grunnupplýsingar til að byggja á leið-
beiningar á ýmsum sviðum rekstrarins. I
skýrsluhaldi nautgriparæktarfélaganna árið
1998 voru reiknaðar árskýr 21.931, en alls
komu á skýrslur 29.463 kýr, eða sem svarar
til um 81% allrar mjólkurframleiðslu í
landinu. Meðalnyt eftir árskú var 4.392 kg,
próteinhlutfall mjólkur var 3,31% og fitu-
hlutfall 3,99%. Mjólkurmagn eftir hverja kú
varð umtalsvert meira en nokkru sinni.
Efnainnihald mjólkur fer enn lækkandi og
hefur farið lækkandi á undanförnum árum.
Kjarnfóðurgjöf var að meðaltali 699 kg á kú.
I töflu 7 er yfirlit um þróun afurða hjá
íslenskum mjólkurkúm árin 1994-1998.
Tafla 7. Þróun afurða hjá íslenskum
mjólkurkúm 1994-1998.
Ár Meðalnyt kg Prótein % Fita % Kjarn- fóðurgjöf kg pr. kú
1994 4.147 3,39 4,09 498
1995 4.132 3,36 4,03 565
1996 4.164 3,34 4,01 519
1997 4.233 3,33 4,00 602
1998 4.392 3,31 3,99 699
Heimild: Bændasamtök íslands.
Árið 1998 voru almennar kúasýningar á
Vesturlandi og komu þar til dóms 753 kýr.
I’etta voru um leið síðustu kúasýningar
samkvæmt ákvæðum búfjárræktarlaga en
þessu sýningahaldi mun verða breytt með
tilkomu búnaðarlaga.
Afkvæmarannsóknum lauk á árgangi
nauta á Nautastöð BÍ sem fædd voru árið
1991. Þetta var stærsti nautahópur sem til
dóms hefur komið eða 25 naut. Bestu
nautin voru dæmd Negri 91002 frá Odd-
geirshólum í Hraungerðishreppi, Hljómur
91012 frá Borgarholti í Biskupstungum,
Skjöldur 91022 frá Skipholti III í Hruna-
Árskýr:
I skýrsluhaldinu er notað hugtakið árskýr. Árskýr
er reiknuð staerð og fjöldi þeirra er samanlagður
fjöldi mánuða sem hver kýr er á skýrslu á árinu,
deilt með 12. Árskýr er því kýr sem er hugsuð á
skýrslu allt árið.
23