Búnaðarrit - 01.01.1998, Side 28
BÚNAÐARRIT 1998
Framleiðsla og sala nautgripakjöts
Framleiðsla og sala nautgripakjöts hefur
verið mjög stöðug undanfarin ár en á árinu
1997 varð nokkur aukning og aftur árið
1998. Sala á íbúa hefur aukist lítillega, var
12,2 kg árið 1994 en 12,8 kg árið 1998.
Hlutdeild nautgripakjöts í heildarkjötneyslu
Islendinga árið 1998 var 20,0%. í töflu 10
er yfirlit um framleiðslu og sölu nautgripa-
kjöts árin 1994-1998.
Verðlagsmál
Verð á mjólk til framleiðenda skv. verð-
lagsgrundvelli var í upphafi ársins 1998
ákveðið kr. 61,27 á lítra en var við lok ársins
1997 kr. 58,25 að meðtöldum bein-
greiðslum. Verð til framleiðenda hækkaði
því um áramótin um 5,2%. Hluti þessarar
verðhækkunar varð vegna gildistöku nýrra
laga um búnaðargjald þar sem ýmis gjöld
sem áður voru lögð á heildsöluverð færðust
á verð til bænda auk þess sem 1,1%
búnaðarsjóðsgjald sem áður var utan verð-
lagningar var nú tekið inn í hana. Hinn 1.
september 1998 tóku gildi breytingar á
búvörulögum sem gerðar voru til lög-
festingar nýjum búvörusamningi um fram-
leiðslu mjólkur. Meðal þeirra breytinga var
að ný verðlagsnefnd búvara tók til starfa og
var henni m.a. ætlað að ákveða lágmarksverð
á mjólk til bænda. Lágmarksverðið var
Tafla 9. Sala helstu mjólkurafurða 1994-1998 á íbúa.
1994 1995 1996 1997 1998
Mjólk, Itr. 179,0 173,2 174,0 167,1 163,3
Rjómi, Itr. 7,3 7,3 7,3 7,1 7,1
Jógúrt, Itr. 9,9 9,7 9,2 10,0 11,4
Skyr, kg 5,3 5,2 4,9 4,9 4,9
Aðrar ferskvörur, Itr. 1,3 1,3 1.7 1,6 1,5
Viðbit, kg 6,5 6,2 6,0 5,8 5,7
Ostar, kg 12,9 13,3 13,7 14,0 14,0
Ostar innfluttir, kg 0,0 0,2 0,4 0,3 0,3
Duft, kg 1,9 2,1 2,2 2,3 2,3
Heimild: Framleiðsluráö landbúnaðarins.
dregist lítillega saman árið 1998 miðað við
árið 1997. Þessi þróun er sýnd á mynd 9.
Mynd 9. Heildarsala mjólkur á íbúa
1994-1998, reiknuð á fitu- og
próteingrunni.
1994 1995 1996 1997 1998
Heimild: Framleiðsluráð landbúnaðarins.
I töflu 9 er sýnd neysla helstu mjólkur-
afurða á íbúa árin 1994-1998. I töflunni má
glögglega sjá að neysla á drykkjarmjólk og
viðbiti hefur dregist verulega saman en
neysla osta aukist.
26