Búnaðarrit - 01.01.1998, Side 36
BÚNAÐARRIT 1998
tilraunastigi og því ekki fullmótað enn sem
komið er. Niðurstöður fram til þessa lofa þó
góðu um framhaldið og þegar er farið að
nota þær, þó gera verði ráð fyrir að sú
notkun verði almennari og öruggari í
framtíðinni. Haustið 1998 tóku 257 bú þátt
í þessum rannsóknum og alls voru dæmdir
1.429 hópar. Á vegum búnaðarsamband-
anna voru haustið 1998 skráðar ómsjár-
mælingar á 7.360 hrútlömbum og 28.496
gimbrum.
Sauðfjársæðingar gegna veigamiklu hlut-
verki við dreifmgu erfðaefnis um landið. I
desember 1998 voru starfræktar tvær sauð-
fjársæðingastöðvar. Þaðan voru sæddar sam-
tals 20.000 ær sem eru verulega fleiri ær en
verið hefur um langt árabil.
Framleiðsla og sala
Framleiðsla kindakjöts hefur farið minnk-
andi um nálega 1-3% á ári undanfarin ár.
Árið 1998 varð framleiðsla kindakjöts 8.176
tonn en það er aukning um 3,5% miðað við
árið 1997. Dilkakjötsframleiðslan varð
7.921 tonn en kjöt af veturgömlu og
fullorðnu 885 tonn. Hlutfallslega varð meiri
aukning í framleiðslu kjöts af fullorðnu fé og
má eflaust skýra það að nokkru með að
engin útflutningsskylda var á kjöti af
fullorðnu fé í haustslátrun haustið 1998 en
svo hefur verið undanfarin ár. Hefðbundin
sauðfjárslátrun stendur yfir frá miðjum
september og fram yfir miðjan október. 1
kjölfar samnings um framleiðslu sauðfjár-
afurða, sem gerður var í október 1995, var
með sérstökum aukagreiðslum hvatt til
slátrunar utan hefðbundins slátrunartíma.
Árið 1998 voru 583 tonn af kjöti framleidd
utan hefðbundinnar sláturtíðar eða um 7%
af framleiðslu lambakjöts. Mestur hluti
þessa kjöts er seldur ferskur. Innvegin ull
árið 1998 var 667 tonn en var 715 tonn árið
áður.
Sala kindakjöts innanlands árið 1998 var
7.027 tonn, þar af var lambakjöt 6.276 tonn
en kjöt af fullorðnu 751 tonn, eða samtals
25,7 kg á íbúa. Þetta er 309 tonnum eða
4,6% meiri sala en árið áður. Hámarki náði
kindakjötssalan árið 1982 en þá voru seld
10.916 tonn eða 46,7 kg á hvern íbúa.
Hlutdeild kindakjöts í heildarkjötneyslu
landsmanna árið 1998 var 40,0%.
Birgðir kindakjöts jukust um 1,9% frá
ársbyrjun til ársloka og voru 5.607 tonn
hinn 31. desember 1998. I þeim birgðum
var meðtalið það kjöt sem flytja átti út
samkvæmt útflutningsskyldu á árinu 1999.
Síðustu tvö ár hafa birgðir af kindakjöti í
upphafi og lok ársins verið minni en um
árabil og svarað til rúmlega 9 mánaða sölu á
innanlandsmarkaði.
Framleiðsla og sala sauðfjárafurða innan-
lands árin 1994-1998 er sýnd í töflu 16.
Tafla 16. Framleiðsla og sala sauðfjárafurða 1994-1998, kg.
Framleiðsla kjöt Sala kjöt Sala kjöts á íbúa Framleiðsla ull
1994 8.797.748 7.224.341 27,2 693.883
1995 8.690.243 7.144.606 26,7 844.133
1996 8.131.000 6.941.458 25,8 726.504
1997 7.903.166 6.718.442 24,8 715.199
1998 8.176.608 7.026.945 25,7 666.747
Heimild: Framleiösluráö landbúnaðarins.