Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.01.1998, Side 43

Búnaðarrit - 01.01.1998, Side 43
BÚNAÐARRIT 1998 Undanfarin ár hefur varphænsnastofninn verið nokkuð stöðugur þó nokkuð hafi fækkað árið 1997. Á sama tíma hefur framleiðslan aukist og má rekja þessa þróun til nýrra og afurðameiri stofna sem komið hafa inn í framleiðsluna á undanförnum árum. Svipað má segja um holdafugla- stofninn. Þrátt fyrir verulega aukningu í framleiðslu á undanförnum árum hefur fjöldi fugla ekki aukist fyrr en árið 1997 en veruleg aukning varð síðan árið 1998 enda hefur sala alifuglakjöts aukist gríðarlega undanfarin ár. Tafla 23 sýnir fjölda alifugla árin 1994-1998. Tafla 23. Fjöldi alifugla 1994-1998. Ár Fjöldi varp- hænsna Fjöldi holda- hænsna 1994 165.007 30.671 1995 164.402 21.893 1996 166.336 20.478 1997 154.844 23.931 1998 166.911 35.322 Heimild: Hagstofa íslands. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda annarra alifugla. Ræktunarstarf í alifuglarækt Félag eggjaframleiðenda og Félag kjúklinga- bænda reka saman einangrunarstöð á Hvanneyri í Borgarfirði. I gegnum þessa stöð er flutt inn erfðaefni af 3 stofnum til kynbóta í greinunum. Um nokkurra ára skeið hefur verið flutt inn erfðaefni frá Noregi og Svíþjóð. Verulegur árangur er merkjanlegur af þessu. Mun meiri fram- leiðsla er nú pr. fugl en áður. Varphænur verptu t.d. árið 1997 urn 15.5 kg af eggjum hver samanborið við um 11,5 kg árið 1987. Afurðamagn eftir hverja stofnhænu á kjúk- lingabúi var orðið um 83 kg árið 1997 og hefur aukist hratt undanfarin ár. Jafnframt hefur heilbrigði alifuglanna batnað mikið. Nýju stofnarnir eru hraustari en þeir gömlu og þar af leiðandi eru lítil afföll af þeim og framleiðslan jafnari yfir árið. Reiknað er með að fyrir aldamót verði afurðamagn eftir varphænur komið yfir 18 kg á ári og eftir stofnhænur á kjúklingabúum yfir 100 kg. Árlega koma erlendir ráðunautar og starfsmenn þeirra fyrirtækja sem selja erfðaefni hingað í heimsókn til að leiðbeina um meðferð þeirra stofna sem notaðir eru á hverjum tíma. Þá eru gefnar út handbækur um stofnana og hirðingu þeirra sem íslensku búin fá nteð stofnunum. Dýralæknir ali- fuglasjúkdóma hefur auk þessa mikil af- skipti af faglegri stjórnun búanna þar sem hann hefur verið eins konar milliliður um fagmál milli einstakra búa og erlendra seljenda erfðaefnis. Með þessari tengingu dýralæknis við ræktunarstarfið hefur náðst góður árangur í baráttu við sjúkdóma og bakteríur í alifuglum og afurðum þeirra. Einnig hefur þetta reynst vel þar sem dýralæknirinn hefur oft getað komið í veg fyrir veruleg vandamál með fyrirbyggjandi aðgerðum þar sem hann er í góðu sambandi við búin og seljendur erfðaefnis og hefur þannig getað gripið inn í með réttum hætti fyrr en ella þegar eitthvað fer úrskeiðis. Framleiðsla og sala Framleiðsla eggja hefur verið heldur meiri en sala undanfarin ár. Síðastliðin tvö ár hefur framleiðslan aukist nokkuð m.v. fyrri ár en á sama tíma hefur innanlandssala staðið í stað eða minnkað. Árið 1998 var framleiðslan 2.310 tonn sem er samdráttur um 2,7% miðað við árið 1997 þegar framleiðslan var 2.373 tonn. Miðað við árið 1994 hefur framleiðsla eggja aukist um 76 tonn eða 3,4%. Sala íslenskra eggja á innanlandsmarkaði árið 1998 var 1.952 tonn. Þetta er 163 tonnum minni sala en árið áður eða 7,7% sölusamdráttur. Miðað við árið 1994 hefur sala íslenskra eggja dregist saman um 272 tonn eða 12,2%. Á tímabilinu 1994 til 1998 hefur neysla 41 L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.