Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1998, Page 52

Búnaðarrit - 01.01.1998, Page 52
BÚNAÐARRIT 1998 Samkvæmt forðagæsluskýrslum er hrossastofninn ungur stofn og talið að um þriðjungur hans séu trippi og ásett folöld. Fjöldi hrossa hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin ár og var árið 1998 u.þ.b. sá sami og var árið 1994. Mynd 13 sýnir fjölda ásettra hrossa árin 1994-1998. Mynd 13. Fjöldi hrossa 1994-1998. Heimild: Hagstofa íslands. Ræktunarstarf Skýrsluhald, dómar og sýningar kyn- bótahrossa eru undirstöðuatriði í kynbóta- starfinu í hrossaræktinni. Forritið íslands- Fengur kom út í lok árs 1998 og hefur strax notið mikilla vinsælda. Netútgáfa gagna- bankans sem fslands-Fengur geymir er einnig afar vinsæl og mikið framfaraspor í átt til greiðara upplýsingaflæðis í hrossa- ræktinni. Landsmót hestamanna var haldið á Melgerðismelum fýrstu viku júlímánaðar. Mót þetta sem heppnaðist vel í flesta staði var vel sótt af innlendum sem erlendum gestum. Þátttaka í sýningahaldinu í heild sinni á landinu var góð þrátt fyrir erfiðleika og óvissu sem hitapestin alræmda orsakaði. Það er enda til mikils að vinna að taka þátt í sýningahaldi á landsmótsári. Alls voru uppkveðnir 1.473 dómar, þar af voru 1.306 fullnaðardómar (dæmt bæði sköpulag og kostir), 169 sköpulagsdómar og 6 ung- foladómar. Fjöldi dæmdra hrossa var í heild 1.264 hross sem skiptist þannig eftir kyn- ferði: Stóðhestar 276 (tveggja vetra og eldri), hryssur (fjögurra vetra og eldri) 963 og 25 geldingar. Sýningar hér á landi voru 20 sem er svipað og verið hefur undanfarin ár. Hin illvíga hitapest sem herjaði í landinu framan af ári riðlaði nokkuð sýningastarfi en þó má segja að betur hafi farið en á horfðist í fyrstu. Ef frá er talin hitapestin og afleiðingar hennar má segja að árið 1998 hafi verið gott hrossaræktarár. Framleiðsla og sala Árið 1998 voru flutt út 1.820 hross, samtals að verðmæti kr. 184 millj. fob. Árið 1997 50
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.