Búnaðarrit - 01.01.1998, Qupperneq 83
BÚNAÐARRIT 1998
7. Að annast kynningar- og fræðslustarf um
landbúnaðinn og framleiðsluvörur hans.
8. Að rækja önnur verkefni sem land-
búnaðarráðherra kann að fela því.
í V. kafla laganna eru ákvæði um
verðmiðlun sem Framleiðsluráði er falið að
annast en að öðru leyti er upptalningin hér
að ofan næsta tæmandi um verkefni þess. I
lögunum frá 1947 voru ákvæði um að
Framleiðsluráð skyldi safna og gefa út ár
hvert skýrslu um framleiðslu landbún-
aðarvara, vinnslu þeirra og sölu, markaði,
markaðshorfur og afkomu Iandbúnaðarins á
hverjum tíma. Árbók landbúnaðarins kom
fyrst út 1950 og síðan árlega og birtist þar
ársskýrsla Framleiðsluráðs ásamt öðru efni.
Stjórn Framleiðsluráðs landbúnaðarins
Frá Búnaðarþingi 1998 og út árið áttu
eftirtaldir menn sæti í Framleiðsluráði:
Tilnefndir af Bændasamtökum Islands:
Ari Teitsson, Brún,
Guðmundur Grétar Guðmundsson,
Kirkjubóli,
Hörður Harðarson, Laxárdal og
Pétur Helgason, Hranastöðum.
Tilnefndir af Landssambandi kúabænda:
Guðmundur Lárusson, Stekkum og
Guðmundur Þorsteinsson,
Skálpastöðum.
Tilnefndur af Landssamtökum
sauðfjárbænda:
Aðalsteinn Jónsson, Klausturseli.
Tilnefndur af Félagi kjúklingabænda:
Bjarni Ásgeir Jónsson, Rein.
Tilnefndur af Félagi hrossabænda:
Ármann Ólafsson, Litla-Garði.
Tilnefndur af Félagi eggjaframleiðenda:
Haukur Halldórsson, Þórsmörk.
Tilnefndur af Svínaræktarfélagi Islands:
Kristinn Gylfi Jónsson, Brautarholti.
Tilnefndur af Sambandi garðyrkjubænda:
Sigurður Þráinsson, Reykjakoti.
Tilnefndur af Samtökum afurðastöðva í
mjólkuriðnaði:
Þórólfur Sveinsson, Ferjubakka.
Tilnefndur af Landssamtökum
sláturleyfishafa:
Örn Bergsson, Hofi.
Tilnefndur af landbúnaðarráðherra:
Guðmundur Sigþórsson, Reykjavík.
Á fyrsta fundi nýskipaðs ráðs var Þórólfur
Sveinsson endurkjörinn formaður og Hörð-
ur Harðarson endurkjörinn varaformaður. Á
árinu 1998 hélt Framleiðsluráð sex reglulega
fundi, í febrúar, mars, júní, ágúst, október
og desember. Innan ráðsins er kjörin sérstök
framkvæmdanefnd til eins árs. Fram-
kvæmdanefnd tekur ákvörðun um og
afgreiðir mál sem ekki þykir fært að fresta til
næsta Framleiðsluráðsfundar. Jafnframt
81