Búnaðarrit - 01.01.1998, Blaðsíða 84
BÚNAÐARRIT 1998
getur Framleiðsluráð falið nefndinni fram-
kvæmd einstakra mála. Á fundi Fram-
leiðsluráðs 26. mars 1998 voru kjörnir í
framkvæmdanefnd þeir Þórólfur Sveinsson,
sem jafnframt var kjörinn formaður, tiörður
Harðarson og Aðalsteinn Jónsson.
Framkvæmdanefndin heldur að jafnaði
einn fund í mánuð. Alls hélt nefndin 17
fundi á árinu 1998. Þá starfaði sérstök kjöt-
nefnd innan ráðsins sem á að fjalla um
sameiginlega hagsmuni er varða framleiðslu
og vinnslu kjöts. Frá Búnaðarþingi 1998 og
til ársloka var nefndin þannig skipuð:
Þórólfur Sveinsson, formaður, Ari Teitsson,
Aðalsteinn Jónsson, Ármann Ólafsson,
Bjarni Ásgeir Jónsson, Guðmundur Lárus-
son, Kristinn Gylfi Jónsson og Örn Bergs-
son. Nefndin hélt fimm bókaða fundi á
árinu.
Á skrifstofu Framleiðsluráðs og við síma-
vörslu fyrir búnaðarsamtökin voru unnin
nær 11 ársverk árið 1998 og er Gísli Karls-
son framkvæmdastjóri ráðsins. Helstu
verkefni á skrifstofu ráðsins voru eins og fyrr
framkvæmd ýmissa stjórnsýsluverkefna, s.s.
að ljúka innheimtu gjalda til Búnaðarmála-
sjóðs, Lánasjóðs landbúnaðarins og Lífeyris-
sjóðs bænda. Einnig innheimta, varsla og
reikningshald vegna verðmiðlunar- og verð-
skerðingargjalda, útborgarnir á beinum
greiðslum til bænda og umsjón með
greiðslumarksskrá. Þá annast Framleiðsluráð
söfnun og vinnslu tölulegra upplýsinga um
framleiðslu, verðlag og sölu búsafurða og
afgreiðslu fjölmargra fyrirspurna, m.a. frá
bændum um þróun framleiðsluheimilda á
lögbýlum, auk sértækra tölfræðiúrvinnslna.
Heildargjöld við starfsemina á árinu voru
um 97,1 millj. kr. og var halli á rekstrinum
rúm 15% af gjöldum. Bókfærð eign í árslok
nam 209,0 m.kr.
82