Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.03.2010, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 25.03.2010, Qupperneq 41
FIMMTUDAGUR 25. mars 2010 5 MATUR OG GISTING Upplýsingar á www.einarben.is og á www.smakkarinn.is Daglega er boðið upp á ljúffenga grænmetis-, kjúklinga- og fiskrétti til að taka með sér eða njóta á staðnum. Matseðill okkar er endurnýjaður vikulega og er aðgengilegur á heimasíðu okkar, www.kruska.is VEITINGASTAÐUR - VERSLUN - TAKEAWAY Suðurlandsbraut 12 - Sími 557 5880 - www.kruska.is Opið alla virka daga frá 11:00 til 20:00 HÁLFUR RÉTTUR Í BOÐI EFTIR KL. 14 GRÆNMETISRÉTTIR - SÚPUR - SALÖT - FISKRÉTTIR - KJÚKLINGARÉTTIR Nú býðst þér hálfur skammtur af rétti dagsins eftir klukkan 14 daglega á aðeins 1.050 kr. 1.050 kr. Hálfur skammtur „Upphaflega var opnuð hér heima- gisting fyrir fimmtán árum og þá vorum við langt fyrir utan þéttbýl- ið,“ segir Stefán Ágústsson, rekstr- arstjóri gistiheimilisins Kríuness. „Björn Ingi, sonur minn, byggði hér einbýlishús en fyrir var timburhús sem hann hafði keypt og var far- inn að leigja út. Svo kviknaði óvart í hjá leigjandanum og húsið brann en tryggingarnar vildu ekkert borga nema byggt yrði upp aftur svo strákurinn byggði hús með fjórum tveggja manna herbergj- um og fjölskyldan gerðist þátttak- andi í Ferðaþjónustu bænda. Síðan hefur reksturinn undið upp á sig og meðal þess sem bæst hefur við eru þrír misstórir fundarsalir.“ Húsakynni Kríuness eru vel búin og hlýleg. Í setustofunni er auðvelt að láta fara vel um sig í þægileg- um húsgögnum við arininn. Ekki spillir útsýnið yfir Elliðavatnið, rammað inn af Akrafjalli, Esjunni og Bláfjöllunum. Öll herbergin eru með baði og auk tíu tveggja eða þriggja manna herbergja eru þarna tvær svítur. Morgunverð- arhlaðborð bíður næturgesta og einnig er hægt að panta hádegis- og kvöldverð. „Við reynum að hafa ekki of mikinn veitingahúsabrag á matnum, heldur hafa hann á heim- ilislegum nótum,“ segir Stefán. Að hans sögn eru ráðstefnur, fundir eða námskeið nánast á hverjum degi yfir veturinn. „Fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu þykir það dálítið spennandi kostur að geta fundað á friðsælum stað og vera þó ekki nema fimmtán mínútur á leiðinni þangað.“ Stefán segir markmiðið að halda svæðinu í kring sem náttúruleg- ustu. „Við erum landvörslumenn,“ segir hann „Meðal annars reynum við að vernda þetta litla kríuvarp sem nesið ber nafn sitt af.“ gun@frettabladid.is Allt byrjaði með bruna Þótt Kríunes við Elliðavatn geti varla talist vel geymt leyndarmál lengur vegna vinsælda sinna, þá er það enn rómantískur og heillandi staður utan skarkala borgarlífsins. Þar er bæði gisting og matur í boði. Úr annarri svítunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stefán og Helga Björnsdóttir, eiginkona hans, búa í Kríunesi. Hér er Helga í eldhúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Búið er að byggja við oftar en einu sinni frá byrjun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Borðsalurinn í Kríunesi hefur mexíkóskt yfirbragð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Stefán í setustofunni. Viðarklæddir veggir hennar skapa hlýlegan blæ og gegnum sjónauka er auðvelt að fylgjast með fuglalífi Elliðavatns. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.